fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Leikskólastarfsmaður í Reykjavík birtir launaseðilinn – Fær hærri laun úr verkfallssjóði en frá Reykjavíkurborg – „Þessi laun eru bara hlægilega lág“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fer fram þriðja verkfallið hjá félagsmönnum Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Félagsmenn í verkfalli eiga rétt á að fá greiðslur fyrir launatap úr verkfallssjóði. Starfsmaður hjá leikskóla í Reykjavíkurborg segir það sýna hversu léleg launin eru að greiðslan úr verkfallssjóði fyrir hvern dag er hærri en launin sem fást fyrir hvern unninn dag.

Fyrir heilan dag í verkfalli fá félagsmenn Eflingar greiddar 18 þúsund krónur úr verkfallssjóði. Starfsmaðurinn sem ræddi við DV vinnur alla virka daga í mánuði og fær fyrir það 332 þúsund krónur. Í janúar mánuði vann hann 23 daga og fær því 14.435 krónur fyrir hvern dag sem hann vinnur. Hann fær því 3.565 krónum meira fyrir hvern dag sem hann er í verkfalli. Ef hann hefði verið á verkfallslaunum í janúar þá hefði hann fengið 414 þúsund krónur í laun fyrir skatt, 82 þúsund krónum meira en hann fékk frá Reykjavíkurborg.

Starfsmaðurinn segir þessa kjarabaráttu vera mikilvæga þar sem launin séu allt of lág. Sjálfur er hann í betri stöðu en aðrir þar sem hann býr ennþá heima hjá foreldrum sínum en hann skilur ekki hvernig það á að vera hægt að lifa af þessum launum og sjá um fjölskyldu og reka heimili. „Þessi laun eru í rauninni bara hlægilega lág. Það er starfsmaður sem vinnur með mér sem hefur unnið á leikskóla mörgum árum lengur en ég, samt er hann á nánast sömu launum og ég. Þetta er ekkert annað en fáránlegt.“

Launaseðill starfsmannsins

Eins og áður kemur fram fer fram þriðja verkfallið í dag en það hófst klukkan 12:30 og stendur yfir til miðnættis. Næstu tvo daga verða síðan sólarhringsverkföll ef ekki næst að semja. Næsta mánudag hefst svo ótímabundið verkfall ef samnningar hafa ekki enn nást.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn