Í Breiðholti var þvotti stolið úr þvottahúsi í fjölbýlishúsi. Í Kópavogi var ekið aftan á kyrrstæða bifreið og er tjónvaldurinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum.
Um klukkan þrjú í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af þremur 15 ára unglingum í bifreið á bifreiðastæði í Kópavogi. Grunur leikur á að þau hafi ekið bifreiðinni án þess að hafa tilskilin ökuréttindi. Málið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.
Um klukkan 23 var tilkynnt um eld í ruslatunnu við leikskóla í Grafarholti. Þrjár rúður brotnuðu í leikskólanum vegna hitans frá eldinum. Slökkvilið slökkti hann.