Á níunda tímanum var ekið á ljósastaur í miðborginni. Hann skemmdist en engin slys urðu á fólki.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Bifreið eins þeirra reyndist vera með stolin skráningarnúmer auk þess sem ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Í bifreið hans fundust meint fíkniefni og hnífar. Farþegi í bifreiðinni var með meint fíkniefni á sér og hníf.