Rausnarskapur eigenda veitingastaðarins Spot í Kópavogi hefur fangað athygli margra í dag. Ætla eigendurnir að gefa átta bágstöddum fjölskyldum jólamatinn í ár. Innihald gjafarinnar er eftirfarandi miðað við tilkynningu sem Daníel Örn Einarsson birti í Facebook-hópnum Gefins, allt gefins:
„Okkur hjá SPOT KÓPAVOGI langar að gefa 8 fjölskyldum hamborgarahrygg með meðlæti grænar baunir rauðkál sósa og karteflur fyrir jólin.
Endilega sendið á mig skilaboð ef þú veist um einhvern sem skortir jólamat yfir hátíðina

Jóla kveðja
Spot Kópavogi
Hjálpumst að yfir hátíðirnaru“
Þegar DV náði sambandi við Daníel laust fyrir klukkan 17 sagði hann að einn aðili væri búinn að sækja sinn jólamat en fleiri hefðu verið í sambandi og málið er í vinnslu. Hann leggur áherslu á að gjöfin sé ætluð bágstöddum fjölskyldum, þeim sem þurfa á aðstoð sem þessari að halda.