fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Lýst eftir kókaínsmyglara í eldri kantinum – Ekki tekst að birta honum dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 17:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskur ríkisborgari, Jose Miguel Lopez Daza, 62 ára gamall, var föstudaginn 13. desember sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa smyglað tæplega hálfu kílói af kókaíni til landsins. Jose finnst hvergi og hefur dómurinn gegn honum verið birtur í Lögbirtingablaðinu.

Jose kom til landsins þann 24. júlí í sumar. Við skoðun tollvarða kom í ljós að hann hafði falið kókaín í 51 hylki innvortis. Kókaínið var ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni, að því er sagði í ákæru.

Hvorki tókst að birta Jose ákæru né dóm héraðsdóms og ekki er vitað hvar hann heldur sig.

Hinn ákærði var dæmdur í sex mánaða fangelsi en frá þeim dómi dregst einn mánuður sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Enn fremur hefur hann verið dæmdur til að greiða rúmlega eina og hálfa milljón í sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Í gær

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Í gær

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka