fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Misþyrmdi lækni á Reyðarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. desember 2020 15:07

Heilbrigðisstofnun Austurlands á Reyðarfirði var vettvangur glæpsins. Mynd: hsa.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

35 ára gamall maður hefur verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot gegn lækni auk þess að hóta honum lífláti. Sami maður hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldi og hótanir í garð heilbrigðisstarfsfólks og á langan sakaferil að baki.

Hann var ákærður fyrir að hafa þann 26. ágúst árið 2019 veist með hótunum að lækni inni í og fyrir utan Heilbrigðisstofnun Austurlands, Búðareyri 8 á Reyðarfirði. Hann sparkaði ítrekað í fótleggi læknisins og hótaði honum lífláti. Einnig braut hann veggmynd inni í byggingunni og kastaði stól í hurð læknastofunnar og gangavegg þannig að stóllinn brotnaði og hurðin og veggurinn skemmdust. Einnig skemmdi hann rimlagluggatjöld.

Læknirinn hlaut fleiður og grunn sár á hnjám og sköflungum beggja fóta, mar og blóðgúl á vinstra hné, stóran marblett á hægri sköflungi og fann auk þess til eymsla í öxlum, til kvíðaeinkenna og andlegra óþæginda.

Maðurinn neitaði sök í málinu. Krafðist lögmaður hans að hann yrði sýknaður en til vara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar.

Þennan dag, mánudaginn 26. ágúst 2019, barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um að óður maður léki lausum hala á heilsugæslustöðinni á Reyðarfirði og hefði verið að hóta starfsfólki og valda eignaspjöllum. Hraðaði lögregla sér á vettvang og árásamaðurinn var handtekinn á staðnum. Segir í lögregluskýrslu að hann hafi verið í annarlegu ástandi við handtökuna.

Maðurinn neitaði því að hafa ráðist með ofbeldi að lækninum. Hann var ósáttur við lækninn vegna þess að hann hefði tekið af honum tiltekin verkjalyf og neitað að láta honum í té vottorð vegna ökuleyfisumsóknar. Viðurkenndi að hafa látið illa inni í byggingunni en neitaði því að hafa ráðist á lækninn og beitt hann ofbeldi.

Framburður vitna, þar á meðal læknisins, og áverkavottorð, voru ákærða mjög í óhag. Fram kom fyrir dómnum að hann hafði hótað lækninum á Litla-Hrauni er læknirinn starfaði þar sem fangelsislæknir og maðurinn var fangi þar. Læknirinn sagðist aldrei á ferli sínum hafa fengið viðlíka lífslátshótanir og hefði hann þó starfað sem fangelsislæknir í tíu ár. Var maðurinn einnig ákærður fyrir þessar hótanir.

Hann var fundinn sekur um ákæruefnin og dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hann skal einnig greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar, sem eru rúmlega 469 þúsund krónur, en 1/3 greiðist úr ríkissjóði.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Í gær

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“