Samtökin Það er von, sem vinna að vímuefnavörnum, hafa staðið fyrir átaki til að færa vistfólki á áfangaheimilum landsins jólagjafir. Í fyrra gáfu samtökin 20 jólagjafir en þær eru 100 í ár. Eru samtökin mjög ánægð með hvernig tókst til í ár og að það skuli takast að gleðja svo marga um jólin.
Í pistli sem birtist á Facebook-síðu samtakanna segir meðal annars:
„Við hófum undirbúning snemma í nóvember og kynntum verkefnið Gefðu Von um jólin auk þess að óska eftir styrkjum. Lesendahópur það er von brást við kallinu og söfnuðust 90.000 kr fyrstu fjórum vikunum. Á lokadegi söfnuninar tóku fjölmiðlar eftir framtakinu okkar og fjölluðu um það á MBL og DV, við bættust 100.000 kr í söfnunina. Peningarnir fóru alfarið í kostnað á gjöfum sem voru settar í pakkana. Við vorum einnig gríðarlega heppin með nokkkra stóra styrki í verkefnið og er heildarverðmæti gjafa þetta árið 1,5 milljón!“
Samtökin vonast til þess að gjafirnar færi þeim sem þær þiggja þá tilfinningu að þau skipti máli og að samfélagið styðji þau til edrúmennsku.
https://www.facebook.com/thadervon/posts/431871201510237