fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Iðrast þess að hafa misþyrmt lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. desember 2020 10:45

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær við Héraðsdóm Reykjaness sakfelldur fyrir ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum í Reykjanesbæ í vor, sem og fyrir ólöglega vopnaeign.

Tveir lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi mannsins. Hann kýldi annan þeirra í andlitið og skallaði hann aftur fyrir sig í andlitið. Hlaut lögreglumaðurinn brot í kanti á tönn og yfirborðssprungu á fleti sömu tannar. Einnig var hann með mikla verki í kjálka beggja vegna.

Hinn lögreglumanninn skallaði maðurinn í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og bólgu yfir vinstra kinnbeini.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni og reyna að selja gasknúna skammbyssu og skotfæri.

Það varð hinum ákærða til refsilækkunar að hann játaði brot sín skýlaust og sýndi iðrun í garð lögreglumannanna sem hann hafði ráðist á.

Var hann dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða á sakarkostnað upp á rúmlega 320.000 krónur og gasskammbyssan er gerð upptæk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“