fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Stórhættuleg hegðun unglinga í Grafarvogi – Setja grjót í veg fyrir bíla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa unglingspiltar í Grafarvogi gert sér að ljótum leik að setja stór grjót og jafnvel aðra hluti í götuna Skólaveg. Um er að ræða götu sem eingöngu strætisvagnar eiga að aka en eftir því er ekki farið og er töluverð umferð fólksbíla eftir götunni.

Snjólaug Elísabet Nielsen, íbúi í hverfinu, birti myndir af verksummerkjum eftir þessi uppátæki í íbúahópi á Facebook. Vonast hún til þess að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og bundinn verði endir á þessa hegðun.

Eins og ein mynd sem Snjólaug tók ber með sér var á einum stað raðað upp steinum svo þétt að þeir mynda varnargarð og einn steinanna var stór hellusteinn. „Ég hefði fengið í bakið við að taka þetta upp,“ segir Snjólaug í spjalli við DV, en drengirnir hafa augljóslega haft fyrir því að koma þessu fyrir í götunni.

„Ég hef séð þetta tvisvar en ég geng alltaf þennan hring með hundinn,“ segir Snjólaug sem hefur séð drengina úr fjarlægð og þeir hlaupa síðan burtu þegar hún nálgast Skólaveg. „Maður sér og heyrir að þetta eru unglingspiltar.“

Snjólaug segist efast um að piltarnir viti hvað hegðun þeirra getur skapað mikla hættu. „Ég held að þeir haldi að þetta sé bara prakkarastrik. Þetta getur valdið stórtjóni og slysi. Þó svo þetta sé strætóleið þá er fólk að keyra þarna, litlir og stórir bílar, sumir keyra bara hratt þó að hámarkshraðinn sé 30 km/klst. Ef það kemur bíll þarna þá sér bílstjórinn þetta ekki fyrr en of seint, sérstaklega í skammdegismyrkrinu.“ Snjólaug segir að grjótið gæti stórskemmt til dæmis smábíla.

„Grafarvogur er ekki verri hverfi en önnur og það skal enginn segja mér að svona hegðun geti ekki viðgengist annars staðar,“ segir Snjólaug sem vonast til að koma af stað umræðu um þetta og að foreldrar ræði við börn sín um að þau taki ekki þátt í svona framferði.

Snjólaug birti eftirfarandi færslu um málið í íbúahópnum:

„Góða kvöldið kæru grannar.
Í annað skiptið á stuttum tíma urðum við mæðgur vitni að því að hópur unglingsdrengja setur steina, mis stóra og alveg uppí hnullunga á Skólaveg við strætó skýlið.
Fyrir utan strætó (leið 6) fara margir bílar þarna í gegn litlir og stórir, ef bifreið lendir á þessum stórskemmdist hún eða jafnvel eyðileggst.
Því bið ég þig, ef þú átt unglings dreng/i á aldrinum 13-17 ára sem var úti í kvöld og jafnvel kom meiddur heim eftir að hafa hlaupið yfir móann hjá Engjaskóla, að ræða þessi mál.
Fyrir utan þann sem datt, var einn í ljósum buxum en annars allir dökkklæddir.
Ótrulega leiðinlegt að sjá svona – kennum börnum okkar að bera virðingu fyrir náunganum og eigum hans.“
Einn íbúanna benti þá á að unglingsdrengir hefðu sett grænt reiðhjól í götuna og því væri ekki aðeins verið að raða þar upp grjóti. Annar íbúi segist hafa séð strætisvagnastjóra stöðva för sína til að taka upp grjót úr götunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Í gær

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku