fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Hver þessara tilnefndu verður manneskja ársins 2020 ? – Þú getur kosið núna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. desember 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að því að velja manneskju ársins 2020. DV bárust fjöldi tilnefninga en eftirfarandi stóðu upp úr.

DV kynnir því með stolti tilnefningarnar til manneskju ársins 2020, og nú er komið að þér lesandi kær, að kynna þér tilnefningarnar og kjósa hver/hverjir eigi titilinn skilið.

Eftirfarandi er kynning á tilnefningunum og svo í lokin má finna glugga þar sem þú getur skráð þitt atkvæði.

Hannes S. Jónsson

Hannes er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hann er tilnefndur fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu körfubolta og körfuboltahreyfingarinnar nú á tímum kórónuveirufaraldursins.

Mynd/Eyþór Árnason

Þríeykið

Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir eru tilnefnd fyrir þrotlaust starf þeirra á kórónuveirutímum. Þau hafa staðið vaktina nánast allan sólarhringinn og haldið þjóðinni upplýstri um stöðu mála.

Ernir Leó Hlynsson

Ernir Leó  er tilnefndur fyrir hetjudáð. Í nóvember lentu Ernir, kærasta hans og tveir hundar í alvarlegu bílslysi er bíll þeirra fór út af á leið til Akureyrar og tók margar veltur. Í kjölfarið kviknaði í bílnum. Ernir náði að draga meðvitundarlausa kærustu sína út úr bifreiðinni þrátt fyrir að vera stórslasaður – meðal annars hálsbrotinn og fótbrotinn. Samkvæmt lögreglu munaði um mínútu að allt færi á versta veg.

Mynd/Aðsend

Sveindís Jane Jónsdóttir

Sveindís Jane leikur með íslenska landsliðinu í fótbolta og er þar rísandi stjarna. Hún er tilnefnd fyrir góða frammistöðu og fyrir að vera Íslandi góð landkynning.

Skjáskot/YouTube

Heilbrigðisstarfsfólk

Heilbrigðisstarfsfólk Íslands er tilnefnt í sameiningu fyrir að standa í framlínunni í kórónuveirufaraldrinum undir gífurlegu álagi þar sem þau settu líf sitt og heilsu í hættu til að hjálpa okkur hinum.

Kári Stefánsson

Kári er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og lét heldur betur til sín taka á árinu. Fyrirtæki hans hefur aðstoðað við skimun fyrir veirunni og unnið framúrskarandi rannsóknir á kórónuveirunni sem eftir hefur verið tekið víða um heim. Hann er tilnefndur fyrir að fórna hagsmunum fyrirtækis síns fyrir hagsmuni þjóðarinnar og veita aðstoð þegar á henni var þörf.

Helgi Seljan

Fréttamaðurinn Helgi Seljan var maður ársins 2019. Enn er hann mönnum ofarlega í huga þegar kemur að manneskju ársins en hann hefur þurft að verjast ítrekuðum árásum á mannorð hans frá Samherja. En ekki eru öll kurl kominn til grafa í máli Samherja í Namibíu. Hann er tilnefndur fyrir framúrskarandi fréttamennsku.

Mynd: Eyþór Árnason

Gylfi Þór Þorsteinsson

Gylfi hefur staðið vaktina í farsóttahúsum rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum. Í farsóttahúsin er tekið á móti einstaklingum með COVID-19 sem ekki geta verið heima hjá sér og einstaklingum með einkennum sem bíða eftir niðurstöðum úr skimun. Þar hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn og álag mikið. Hann er tilnefndur fyrir óeigingjarnt starf á víðsjárverðum tímum.

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa. Mynd/Anton Brink

Alma Björk Hafsteinsdóttir

Alma Björk er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún er tilnefnd fyrir baráttu hennar gegn spilakössum á Íslandi. Hún hefur verið áberandi í umræðunni um spilakassa hér á landi en mikilvæg framfaraskref hafa verið tekin í málaflokknum og umræðan mun opnari en áður.

Alex Már Jóhannsson og Sjana Rut Jóhannsdóttir

Systkinin Alex Már og Sjana Rut eru tilnefnd fyrir að stíga fram og skila skömminni. Þau stigu fram í Kastljósi og greindu frá kynferðisofbeldi sem stuðningsfulltrúi á vegum Reykjavíkurborgar beitti þau og afleiðingum þess.

Elínborg Steinunnardóttir

Elínborg lenti í hrottalegu bílslysi snemma á árinu og eyddi meirihluta ársins á sjúkrahúsi. Hún steig fram og greindi frá stöðu sinni og baráttu hennar fyrir því að komast heim til sín, en hún ætti á því lagalegan rétt. Á meðan hún dvaldi á sjúkrahúsi greindist maður hennar með krabbamein og lést í nóvember, rétt áður en Elínborg fékk loks að fara heim.

Guðjón Óskarsson

Guðjón Óskarsson er tilnefndur fyrir að fegra borgina. Guðjón er sjötíu ára en hefur sett sér það markmið að ná sem flestum tyggjóklessum af gangstéttum Reykjavíkurborgar.  Hann má gjarnan sjá í gulu úlpunni sinni, í alls konar veðri að týna upp klessurnar sem Íslendingar og fleiri hafa hrækt á göturnar.

Mynd af Facebook-síðunni „Tyggjóið í burtu“

Rúna Guðmundsdóttir

Rúna er tilnefnd fyrir baráttu hennar gegn heimilisofbeldi og fyrir ótrúlegt hugrekki. Hún vann í nóvember sigur eftir fimm ára baráttu þegar fyrrverandi sambýlismaður hennar var dæmdur til að greiða henni skaðabætur vegna þess heimilisofbeldis sem hann beitti hana.  Hún vinnur nú að doktorsrannsókn um afleiðingar ofbeldis.

Skjáskot/RÚV

Sara Björk Gunnarsdóttir

Sara Björk er fyrirliði Íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hún er tilnefnd fyrir glæsilegan árangur í knattspyrnu en eins og margir vita hefur landsliðið tryggt sér sæti á EM árið 2022.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru tilnefndir fyrir að hafa sinnt óeigingjörnu starfi í farsóttarhúsunum í kórónuveirufaraldrinum. Þeir hafa staðið vaktina þrátt fyrir að bera engin skylda til þess og hafa lagt eigin heilsu í hættu, allt í sjálfboðastarfi.

Sólborg Guðbrandsdóttir

Sólborg fer fyrir Instagram-síðunni Fávitar þar sem hún fræðir fylgjendur um kynferðisofbeldi og svar spurningum ungmenna. Nú hefur hún gefið út kynfræðslubókina Fávitar sem byggir á Instagram-síðunni. Hún er tilnefnd fyrir að hlúa að unglingum landsins og reynast þeim stoð og stytta þrátt fyrir að mæta aðkasti úr ýmsum áttum fyrir vikið.

Mynd: Eyþór Árnason

Arnar Gunnar Hilmarsson

Arnar Gunnar, háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, steig fram í fjölmiðlum og greindi frá aðstæðum á togaranum í kjölfar hópsmits COVID-19 . Skipið hélt á túr þrátt fyrir veikindi meðal skipverja og hefur útgerðin verið harðlega gagnrýnd fyrir það hversu seint togaranum var snúið í land. Hann er tilnefndur fyrir að þora að stíga fram og gagnrýna útgerðina, þrátt fyrir að eiga á hættu að missa vinnuna.

 

Þá er komið að þér að kjósa. Hver verður manneskja ársins 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Í gær

Dularfull lykt veldur Árbæingum ama – „Það er ólíft hérna inni“

Dularfull lykt veldur Árbæingum ama – „Það er ólíft hérna inni“
Fréttir
Í gær

#MeToo: Segja nafngreiningu gerenda ekki vera fælingarmátturinn sem þarf – „Við þekkjum ekkert samfélag sem er laust við heimilisofbeldi“

#MeToo: Segja nafngreiningu gerenda ekki vera fælingarmátturinn sem þarf – „Við þekkjum ekkert samfélag sem er laust við heimilisofbeldi“
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik