fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Hryllingur í Hjallabrekku – Sakaðir um að skilja lífshættulega slasaðan mann eftir ósjálfbjarga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. desember 2020 14:15

Hjallabrekka 1. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál gegn þremur mönnum. Einum þeirra er gefin að sök stórfelld líkamsárás á mann í húsnæði að Hjallabrekku 1 þann 23. apríl á þessu ári. Er hann sagður hafa veitt manninum högg í höfuðið með þeim afleiðingum að árásarþolinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið, þannig að hann höfuðkúpubrotnaði og nefbrotnaði.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara undir höndum. Hinn meinti árásarmaður og tveir aðrir menn sem voru á vettvangi eru ákærðir fyrir að hafa ekki komið manninum til bjargar eftir árásina, heldur skilið hann eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins, farið burtu og hann lá eftir lífshættulega slasaður.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þeir eru allir frá Póllandi.

Þá er gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd árásarþolans um að mennirnir greiði honum 7 milljónir króna í skaðabætur.

Ákæran var gefin út þann 23. nóvember en málið er nú komið af stað í dómskerfinu, fyrirtaka og aðalmeðferð verða eftir áramót. Við þingfestingu í morgun neituðu allir mennirnir sök í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum