fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Fyrsta ákæran í mörg hundruð milljóna peningaþvættismáli birt – Jóhannes áður hlotið dóm fyrir kókaínsmygl

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í kvöldfréttum RUV um helgina er Héraðssaksóknari með eitt umfangsmesta peningaþvættismál Íslandssögunnar til rannsóknar. Í september í fyrra var greint frá því að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og tuttugu yfirheyrðir. Nú liggur fyrir að á fimmta tug eru með réttarstöðu sakbornings, samkvæmt frétt RUV.

Málið snýr að því að fólk, flest ungt fólk á milli tvítugs og þrítugs, hafi verið sent ítrekað í bankaútibú með háar fjárhæðir í seðlum og skipt í evrur. Segir RUV að upphæðirnar hafi yfirleitt verið ein milljón í einu. Fyrir hverja ferð var fólkinu svo greitt um 10 þúsund krónur.

Ein ákæra hefur verið gefin út í málinu og eru þar karl og kona ákærð saman fyrir að hafa þvættað samtals um 27 milljónir króna með ofangreindum hættu.

Höfuðpaurar í málinu eru taldir vera fíkniefnasmyglarar með starfsemi í Suður-Ameríku og Evrópu. Heildarfjárhæðin sem er sögð hafa verið þvættuð með þessum hætti er um 800 milljónir íslenskra króna.

Jóhannes dæmdur fyrir aðild að kókaínsmygli

Annar aðilinn sem ákærður hefur verið af Héraðssaksóknara er Jóhannes Arnar Rúnarsson, 34 ára gamall til heimilis í Reykjavík. Jóhannes er í ákærunni sagður hafa keypt og fengið konuna sem ákærð er með Jóhannesi til þess að kaupa Evrur fyrir reiðufé í bankaútibúum fyrir alls 27 milljónir króna. Kemur fram í ákæru að eignastaða Jóhannesar hafi samkvæmt skattframtölum hans árið 2017, 2018 og 2019 verið neikvæð og framtaldar árstekjur hans á því tímabili verið á bilinu tvær til 3.7 milljónir.

Jóhannes hefur ítrekað gerst brotlegur við lög og hlotið þó nokkra dóma fyrir brot sín. Árið 2009 var hann einn þriggja sem dæmdur var fyrir aðild að kókaínsmygli sem kom upp tveim árum áður, eða í október 2007. Mun Jóhannes hafa fengið stelpu, þá 17 ára gamla, til þess að fara til Kaupmannahafnar og fljúga með um 300 grömm af kókaíni heim til landsins þar sem hún var stöðvuð af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Þá er Jóhannes sagður hafa ekið henni út á flugvöll og verið í samskiptum við stelpuna sem milliliður milli stelpunnar og höfuðpaurs smyglsins. Jóhannes var því ákærður og dæmdur fyrir „hlutdeild í innflutningi fíkniefna.“ Þá var Jóhannes í því sama máli einnig ákærður fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað og fyrir að kaupa tölvuskjá sem hann vissi að væri þýfi.

Jóhannes játaði sök í málinu og hlaut 12 mánaða fangelsisdóm auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Í dómnum er sakaskrá Jóhannesar gerð skil, en þar kemur fram að hann hafi fyrir þennan dóm gerst sekur um hraðakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna, og að sýsla með falsaða peninga. Dóminn má nálgast hér.

Árið 2018 var Jóhannes jafnframt dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið réttindalaus. Jóhannes játaði skýlaust sök í málinu. Tók refsingin mið af því að Jóhannes var þar í fimmta sinn fundinn sekur um akstur án ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“
Fréttir
Í gær

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að
Fréttir
Í gær

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“
Fréttir
Í gær

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum