fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Fimbulkuldi í morgun en hlýindi framundan – 16 stiga gaddur á Þingvöllum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 09:50

mynd/frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið kuldakast gengur nú yfir landið og mældist hitinn í borginni um -8° stig í morgunsárið. 15 stiga gaddur mældist á Þingvöllum samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar frá því klukkan 9 í morgun.

Mikil stilla er nú yfir landinu og hreyfist loft lítið sem ekkert. Munar miklu um þá stillu. Kuldapollar myndast gjarnan þegar slíkar aðstæður eru uppi og getur því munað miklu á hitatölum t.d. í Fossvogi og á mælingastöð Veðurstofunnar í Öskjuhlíð. Hins vegar er ljóst að hin mikla vindkæling sem landsmenn fundu á eigin skinni í gær og í fyrradag er nú liðin tíð, í bili að minnsta kosti.

Í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir heldur notalegu og tilbreytingalausu veðri, kalt loft en stillt og léttskýjað og þurrt um allt land.

Á morgun, sunnudag, má vænta þess að frosthörkur víki fyrir mildari hitatölum nær frostmarki en lognið gæti tekið að hreyfast örlítið.

Á mánudag verða hitatölur á vestanverðu landinu, þar á meðal í borginni, komnar yfir frostmark og mega borgarbúar búast við rigningu með hlýindaskeið. Hér er vert að minna á að séu mjög hált getur orðið í slíkum aðstæðum og breytast klakablettir í flughált svell á svipstundu. Það er því ráð að hafa salt eða sandpokann til taks á mánudagsmorgun þegar haldið er af stað í vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“