fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Máli íslenskrar fjölskyldu gegn Norwegian Air vísað frá dómi – Fjölskyldan var rekin út úr flugvélinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 16:15

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manna íslensk fjölskylda höfðaði mál gegn Norwegian Air Shuttle ASA fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem vísaði málinu frá í gær. Fólkið krafðist þessa að norska flugfélagið borgaði þeim hverju fyrir sig 500 þúsund krónur í miskabætur. Þá var einnig krafist tæplega 125 þúsund króna í kostnað vegna leigubílaferða, gistingar og flugferða sem fjölskyldan þurfti að kaupa sér sjálf eftir að fólkinu var vísað frá borði.

Fjölskyldan keypti sér flugfar með Norwegian Air frá Alicante til Keflavíkur. Var starfsmaður Norwegian upplýstur um að tveir fjölskyldumeðlimir þyrftu á aukinni aðstoð að halda. Vegna veðuraðstæðna var ekki unnt að lenda flugvél Norwegian á flugvellinum í Keflavík og því var vélinni snúið aftur til Alicante með millilendingu í Edinborg. Að sögn fólksins var litla þjónustu áhafnar þar að hafa og til dæmis var klósettpappír uppurinn á salernum flugvélarinnar. Synir fólksins voru orðnir illa haldnir, að sögn foreldranna, en áhöfn hafi neitað fólkinu um að koma þeim undir læknishendur. Einn úr hópnum hafi þá misst stórn á skapi sínu og slegið í sætið fyrir framan sig. Það varð til þess að fjölskyldunni var vísað frá borði.

Miskabótakrafa fólksins byggir á því að það hafi verið niðurlægjandi framkoma að vísa þeim frá borði sem hafi valdið þeim vanlíðan. Ofan á þetta leggst kostnaðarkrafa vegna þess að fólkið varð að útvega sér sjálft far heim frá Edinborg.

Norwegian Air krafðist frávísunar málsins, annars vegar vegna þess að ekki ætti að reka það í íslenskri lögsögu þar sem hinn stefndi aðili væri ekki íslenskur og atvikið sem kært er út af hafi ekki átt sér stað á Íslandi. Gildi þá einu þó að stefnendur séu íslenskir.

Auk þess höfnuðu Norðmennirnir kröfunni á þeim forsendum að hún sé óskýr, þ.e. hinn tilfinningalegi miski vegna brottrekstrar frá borði.

Héraðsdómur Reykjaness tók undir kröfu Norwegian Air og vísaði málinu frá dómi. Auk þess þarf fólkið að greiða flugfélaginu 250.000 krónur í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi