fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Brynhildur varar við hárstofusvikara – „Viljum vara ykkur við að fá þessa konu í stólinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 19:14

Mynd tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við á Manhattan og fleiri viljum vara ykkur við að fá þessa konu í stólinn,“ skrifar Brynhildur Jóhannsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Manhattan, inn í samskiptahóp hárgreiðslumeistara á Facebook. Segir hún að umrædd kona (sem hún birtir mynd af) gangi undir ýmsum nöfnum. Hún iðki þann leik að panta tíma í litun, borgi fyrir sig og gangi út sátt með hárið sitt. Hafi síðan samband aftur og segist vera orðin óánægð og vilji fá endurgreitt.

Brynhildur skrifar enn fremur:

„Hún hefur komið til okkar 2x undir sitthvoru nafninu hefur líka farið á Zoo, Greiðuna, Ariston, Hárnýjung og tekið svipaðan pakka þar.

Finnst bara rétt að aðrar stofur viti af þessu svo þið séuð meðvituð um að hún er ekki óánægð með ykkur heldur er að stunda þetta til að fá fríar litanir.“

DV hafði samband við Brynhildi sem segir málið hvimleitt þó að vissulega sé það spaugilegt líka. Aðspurð hvort vandamál af þessu tagi séu algeng á hárgreiðslustofum segir hún að þau komi vissulega fyrir. „Stundum kemur fólk sem er pínulítið öðruvísi, er aldrei ánægt með neitt og fer svo á næstu stofu. Við lentum í þessari einhvern tíma og svo kom hún aftur ári seinna og þá mundum við eftir henni.“

Brynhildur segir að konan vilji ýmist láta vinna við hárið sitt aftur eða fá endurgreitt. Stundum biðji hún um endurvinnu en hætti síðan við og vilji fá endurgreitt.

Þá segir Brynhildur að í tölvupóstum þykist hún stundum vera systir sín sem sé að senda skilaboð fyrir hönd hennar, en svo komi hún upp um sig.

Svo virðist sem konan sé sífellt í litun. „Einu sinni þegar hún settist í stólinn hérna var hún með nýlitað hár.“ Svo virðist sem hegðun konunnar stjórnist af einhverri áráttu.

„Þetta er ekkert skemmtilegt í þessum bransa. Við höfum þurft að hafa lokað 12 vikur á árinu,“ segir Brynhildur sem vonast eftir mikilli og heiðarlegri jólatörn á Manhattan.

DV hvetur fólk til að sýna heiðarleika í viðskiptum við hárgreiðslustofur sem aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm