fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Nauðgari fær skilorð vegna óeðlilegs dráttar á málsmeðferð – Sendu ekki kæru fyrr en ári eftir að rannsókn lauk

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 16:47

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í febrúar 2019 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Hafði hann í tvígang sömu nóttina neytt fyrrverandi unnustu sína til samfara þrátt fyrir að hún hefði ítrekað sagt nei og þrátt fyrir að hún væri grátandi á meðan á brotinu stóð.

Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í gær og var þar héraðsdómur staðfestur en hins vegar var refsing mannsins gerð skilorðsbundin að öllu leyti vegna dráttar á málsmeðferðinni.

Konan kærði manninn 19. janúar 2015, um viku eftir að brotin áttu sér stað. Samkvæmt dæmi Landsréttar lauk rannsókn lögreglu á málinu þann 25. september 2015 en fyrir óútskýrðar ástæður var það ekki sent héraðssaksóknara fyrr en 29. september 2016, rúmu ári eftir að rannsókn lauk.

Héraðssaksóknari sendi málið aftur til lögreglu þann 4. október 2017 til frekar rannsóknar og var þá liðið rúmt ár síðan lögregla hafði sent málið frá sér.

Lögregla sendi málið aftur til héraðssaksóknara 20. desember 2017 og felldi héraðssaksóknari málið niður 2. febrúar 2018.

Þessa ákvörðun kærði brotaþoli til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðunina úr gildi 27. apríl 2018 og lagði fyrir héraðssaksóknara að gefa út ákæru. Það var gert 11. maí 2018 og féll dómur 11. febrúar 2019. Málinu var, líkt og áður kemur fram, áfrýjað til Landsréttar. Ríkissaksóknari óskaði eftir dómsgerðum frá héraðsdómi sama dag og bárust þær frá héraðsdómi 29. nóvember 2019, rúmum níu mánuðum síðar. Ríkissaksóknari afhenti Landsrétti málsgögn 25. mars 2020 og lauk fresti til að skila greinargerðum 20. maí sama ár.

Í dómi Landsréttar segir:

„Við ákvörðun refsingar verður ekki fram hjá því litið að málið hefur dregist úr hömlu. Nú eru liðin fimm ár og rúmlega 10 mánuðir frá broti ákærða.“

Landsréttur benti á að ákærða væri ekki um að kenna hversu óhóflega málið hafði dregist en dráttur þessi væri í andstöðu við stjórnarskrá og meginreglur sakamálaréttarfars.

Sjá einnig: SMS-ið kom upp um hann:Nauðgaði fyrrverandi kærustu -„Mer fannst thessi helgi mesta skemtun sem eg hef gert I langan tima“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann
Fréttir
Í gær

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar