fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Svona verður forgangsraðað í bólusetningar fyrir Covid-19

Heimir Hannesson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 18:02

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun sem stuðst verður við þegar bólusetningar vegna Covid-19 hefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Tilgangur forgangsröðunarinnar, að því er segir í tilkynningunni, er að byggja forgangsröðunina á fyrirsjáanlegum og málefnalegum grunni. Horft var til leiðbeininga Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og sjónarmiða sem komu fram við samskonar vinnu í nágrannaríkjum Íslands.

Kemur þá jafnframt fram að líklegt þyki að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi og að þau kunni að henta ólíkum hópum eftir eiginleikum þeirra og að það kunni að hafa áhrif á forgangsröðunina. Sóttvarnalæknir mun svo bera ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar og verður heimilt að víkja frá forgangsröðun ef nauðsyn ber til.

Í fyrstu forgangshópum verða þeir sem eru í framlínunni í baráttunnið við sjúkdóminn. Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á Covid-19 göngudeild og legudeildum fyrir Covid-19 sjúklinga. Eins munu falla í þennan hóp starfsfólk sem framkvæmir Covid-19 sýnatökur og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila.

Í fyrstu fimm hópunum er því, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins, fremur fámennir hópar eða samtals um 20 þúsund einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar einstaklingum hins vegar umtalsvert. Hópaskiptingin er í heild sinni eins og hér segir:

Fyrsti hópur: Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk á gjörgæsludeildum á Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri.

Annar hópur: Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á Covid-19 göngu- og legudeildum, sem og starfsfólk sem sinnir Covid-19 sýnatökum.

Þriðji hópurinn: Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum sem og öldrunardeildum sjúkrahúsa.

Fjórði hópurinn: Sjúkraflutningamenn og bráðatæknar sem sinna sjúkraflutningum, sem og framlínustarfsfólki Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs, fangelsa og útkallslögreglumönnum.

Fimmti hópurinn: Annað heilbrigðisstarfsfólk, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis.

Sjötti hópurinn: Einstaklingar 60 ára og eldri.

Sjöundi hópurinn: Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.

Áttundi hópurinn: Starfsmenn í leik- grunn og framhaldsskólum auk starfsmanna í heimaþjónustu ýmiskonar.

Níundi hópurinn: Einstaklingar í viðkvæmri stöðu, félagslega eða efnahagslega.

Tíundi hópurinn: Allir aðrir sem óska eftir bólusetningu, samkvæmt nánari útfærslu sóttvarnalæknis.

Reglugerðina má sjá í heild sinni hér.

Þá segir í tilkynningunni að ekki er gert ráð fyrir í reglugerðinni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19 nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann

60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann
Fréttir
Í gær

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar

Tvö smit innanlands – Bæði smitin utan sóttkvíar