fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
Fréttir

Ríkisstjórnin stígur inn í verkfallið – Frumvarp lagt fyrir í dag

Heimir Hannesson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 11:48

Áslaug Arna er ráðherra dómsmála á Íslandi. mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög á verkfall flugvirkja var rætt í ríkisstjórn í morgun og segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætla að mæla fyrir frumvarpi að slíkum lögum í dag klukkan tvö, er þingfundur hefst.

Áslaug sagði við Vísi fyrr í dag að full samstaða hafi verið um þessar aðgerðir í ríkisstjórn. Áður höfðu sögur reyndar kvisast út um að hugmyndum Sjálfstæðismanna um lög gegn aðgerðunum hafi verið mætt af andstöðu meðal Vinstri grænna og Framsókn.

Að sögn Áslaugar mun frumvarpið fela í sér að flugvirkjar fái rými til 4. janúar til þess að ganga frá samningi, ellegar fari deilan fyrir gerðardóm. Verði frumvarpið að lögum, sem allt bendir til að þessu sinni, gætu flugvirkjar snúið til aftur til starfa í dag og þyrlur gæslunnar orðið flughæfar skömmu síðar.

Síðasti fundur samninganefnda Landhelgisgæslunnar og flugvirkja lauk í gær klukkan 19:00 án árangurs. Varði hann í einar tíu klukkustundir. Sjómannasamband Íslands og fleiri hagsmunaaðilar höfðu lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og hvatt deiluaðila til þess að komast að niðurstöðu.

Samkvæmt heimildum DV munu þingflokkar stjórnarflokkanna þriggja funda klukkan 12:00 þar sem frumvarpið verður rætt. Þingfundur hefst svo klukkan 14:00, sem fyrr sagði, og má vænta þess að eina málið á dagskrá verði afgreiðsla frumvarps Áslaugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung síbrotakona fór illa með Netgíró og Hagkaup

Ung síbrotakona fór illa með Netgíró og Hagkaup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Hafnarfirði fékk áróður frá nýnasistum inn um lúguna sína – „Hvað er þetta eiginlega?“

Íbúi í Hafnarfirði fékk áróður frá nýnasistum inn um lúguna sína – „Hvað er þetta eiginlega?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

136 greindist smitað í gær

136 greindist smitað í gær