fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Jóhann Hjálmarsson er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Hjálmarsson, skáld og bókmenntagagnrýnandi, er látinn, 81 árs að aldri. Sonur hans, Þorri Jóhannsson skáld, tilkynnti um andlát hans á Facebook í kvöld.

Jóhann Hjálmarsson var fæddur 2. júlí 1939 í Reykjavík. Hann starfaði lengi sem póstfulltrúi og útibússtjóri hjá Póst- og símamálastofnun. Hann var árum saman ötull og vandaður bókmenntagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, einn sá þekktasti í þeirri stétt.

Jóhann var viðurkennt ljóðskáld sem sendi frá sér fjölda ljóðabóka. Einfaldur og opinn ritstíll þar sem blæbrigði hversdagsleikans nutu sín voru meðal einkenna á skáldskap hans. Ljóðabók Jóhanns, Hljóðleikar, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2003. Jóhann var einnig afkastamikill ljóðaþýðandi.

DV sendir vinum og ættingjum Jóhanns Hjálmarssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla forseti tekur sér frí á morgun

Halla forseti tekur sér frí á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fá aðeins að sjá tvo tölvupósta um meintar ógnir og áreitni Rússa í garð starfsfólks sendiráðs Íslands í Moskvu

Fá aðeins að sjá tvo tölvupósta um meintar ógnir og áreitni Rússa í garð starfsfólks sendiráðs Íslands í Moskvu