fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 11:20

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að innanlandsmit væru á hraðri niðurleið og þakkaði hann það góðri þátttöku almennings í þeim aðgerðum sem hafa verið í gildi. „Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður,“ sagði Þórólfur.

Þrjú innanlandssmit greindust í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Rúmlega 500 sýni voru tekin. 198 eru nú í einangrun og 220 í sóttkví. 45 eru á sjúkrahúsi vegn COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Þórólfur sagði mikilvægt að fylgjast vel með þeim sem greinast á landamærum og tryggja að þeir fari í einangrun. Litlar hópsýkingar hafi komið upp í kringum slíka aðila.

Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sendir tillögur til heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag áframhaldandi takmarkana og munu þær takmarkanir verða í gildi út árið. Þá verða í vikunni gefnar út sérstakar leiðbeiningar varðandi veisluhöld.

Vinna er hafin við undirbúning á bólusetningu. Þórólfur minnti á að þar sé ekkert í hendi, við vitum ekki hvenær bóluefni verður afhent né hvað við fáum mikið af því. En mikilvægt sé að vera tilbúin þegar bóluefnið kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Í gær

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“