fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við lestur nýlegrar tillögu um breytingar á íslenskri áfengislöggjöf má sjá að mat á áhrifum á heilsu almennings er ófullkomið og að í tillögurnar vantar mikilvæga valkosti við stefnumótun í þessum málum,“ segir í grein eftir þá Kalle Dramstad og Emil Juslin sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Kalle Dramstad er forstöðumaður Brussel-skrifstofu sænsku samtakanna IOGT-NTO. Emil Juslin er ráðgjafi í stefnumótun við Brussel-skrifstofu sænsku samtakanna IOGT-NTO.

Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem felur í sér að sala áfengis yrði leyfð í vefverslunum og brugghúsum. Samkvæmt núgildandi löggjöf getur almenningur keypt áfengi erlendis frá í gegnum netið en ekki af innlendum aðilum öðrum en ÁTVR. Þeir Kalle og Emil leggja hins vegar til að hert verði á lögunum í stað þess að slaka á þeim, en fordæmi séu fyrir því frá hinum Norðurlöndunum að hægt sé að loka fyrir áfengissölu erlendis frá.

„Með því að heimila hagnaðardrifin sjónarmið einkaaðila við sölu áfengis verður einnig að gera ráð fyrir vel þekktum afleiðingum fyrir velsæld einstaklinga, fjölskyldna og samfélagsins í heild. Við vonumst til þess að íslenski dómsmálaráðherrann endurskoði og breyti tillögu sinni,“ segja greinarhöfundar sem vilja að lýðheilsusjónarmið vegi þyngra í lagabreytingum í þessum málaflokki.

Þá segir enn fremur í greininni:

„Í fyrsta lagi eru ein helstu rökin sem færð hafa verið fram fyrir að heimila netsölu og sölu á framleiðslustað þau að erlendir framleiðendur geti selt vörur sínar gegnum erlenda netsöluaðila, sem gerir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja erfiðari. Það eru til betri og hófsamari lausnir á þessu vandamáli: Með því að stöðva áfengissölu erlendra einkaaðila til Íslands væri hægt að ná því markmiði dómsmálaráðherra að jafna samkeppnisstöðuna, án þess að kosta til hinum neikvæðu áhrifum á heilsufar almennings.“

Þá benda höfundar á að Finnar hafi bannað netsölu áfengis árið 2018. Áfengiseinkasala hins opinbera eigi jafnmikið við í netheimum og raunheimum.

Höfundar segja mikilvægt að haldið sé í hömlur á áfengissölu sem hafi verið við lýði á Norðurlöndum og norræn stefna í áfengismálum sé sú árangursríkasta:

„Þegar á allt er litið eru norrænar hömlur á hagnaðarsjónarmiðumeinkaaðila við sölu áfengis almennttaldar vera meðal árangursríkustu aðferða við stefnumörkun í áfengismálum á heimsvísu. Margar ríkisstjórnir horfa öfundaraugum til þessarar stefnumörkunar sem skilvirkrar og neytendavænnar leiðar til að draga úr skaðsemi áfengis og þeim kostnaði sem áfengi veldur einstaklingum, fyrirtækjum og samfélaginu í heild sinni. Þessa stefnumörkun ætti að halda í heiðri og vernda.“

Höfundar hvetja dómsmálaráðherra til að hætta við áform um að leyfa sölu áfengis á netinu og á framleiðslustað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Í gær

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“