fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Teymi Trumps rassskellt í réttarsal – Síðasta vígi Trumps gæti verið fallið

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthew W. Brann, alríkisdómari í Pennsylvaníu, vísaði í gærkvöldi umfangsmesta dómsmáli Donalds Trumps frá dómi. Í úrskurði dómarans fer hann ófögrum orðum um málatilbúnað lögfræðinga Trumps. New York Times greindi frá.

Málið sem um ræðir varðar staðhæfingu Trumps fyrir dómi að atkvæðagreiðsla með pósti hafi opnað dyrnar fyrir kosningasvindl sem hafi orðið svo útbreitt að það hafi skekkt niðurstöðu kosninganna. Á þeim grunni krafðist hann ógildingar allra 7 milljóna atkvæða í ríkinu. Joe Biden sigraði ríkið með um 82 þúsund atkvæðum og hlaut um 1,1% fleiri atkvæði en Trump. Pennsylvanía er lykilríki í bandarískum kosningum. Þar er yfirleitt mjótt á munum milli Demókrata og Repúblikana, en Trump sigraði ríkið árið 2016 með aðeins 0,62%. Þá er ríkið fjölmennt og veitir sigurvegaranum í ríkinu 20 kjörmenn af 538. Til að sigra kosningarnar þarf meirihluta kjörmannanna sem í boði eru, sem eru þá 270. Biden sigraði með 306 kjörmenn, eða 36 fleiri en hann þurfti. Tækist Trump að ógilda sigur Bidens í Pennsylvaníu væri hann búinn að skera sigur Bidens niður um meira en helming.

En, nú er ljóst að Trump verður ekki að ósk sinni. Að minnsta kosti ekki í Pennsylvaníu.

Sem fyrr sagði kastaði dómarinn málinu frá rétti og sagði við það tilefni, í þýðingu blaðamanns:

Með öðrum orðum, stefnandi hefur beðið dóminn að ógilda atkvæði nærri sjö milljóna kjósenda. Þessi dómur hefur ekki fundið nein fordæmi fyrir svo róttækum aðgerðum í kosningamálum hvað varðar fjölda atkvæða sem tekist er um. Maður hefði haldið að þegar stefnandi krefst svo gríðarlega mikils af dómstól að hann mæti vel vopnaður stæðilegum lagarökum og staðreyndalegum sönnunum fyrir útbreiddri spillingu sem myndi gera dómstólinn nauðbeygðan að svipta svo mörgum ríkisborgurum þessa lands atkvæði sínu.

Það hefur ekki gerst. Þess heldur hefur stefnandi borið fyrir dóminn þvinguð lagarök og tilhæfulausar vangaveltur, vanreifað málatilbúnað sinn og ekki lagt á borð neinar staðreyndir sem gætu stutt mál sitt. Í Bandaríkjum Norður Ameríku getur slíkur málatilbúnaður ekki réttlætt ógildingar eins atkvæðis bandarísks ríkisborgara, hvað þá allra í sjötta fjölmennasta ríkinu. Fólkið okkar, lögin okkar og stofnanir okkar krefjast meira. Þegar öllu er á botninn hvolft, hefur stefnanda mistekist að sanna staðreyndir sem krafa hans byggir á. Þar af leiðandi, verður ekki hjá því komist að vísa kröfunni frá dómi.

Þess má geta að kröfunni er vísað frá með þeim hætti að málið verður ekki höfðað aftur í óbreyttri mynd. Við uppkvaðningu úrskurðarins gerði lagateymi Trumps þá kröfu að þeir gætu breytt kröfum sínum, en í niðurstöðu kafla dómsins tók dómarinn fyrir slíkt. Á morgun, mánudag, rennur út frestur til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Verða þá niðurstöður þeirra meitlaðar í stein, ef svo má segja, og mun erfiðara verður fyrir Trump að krefjast ógildingu þeirra.

Lögmenn Trumps þóttu bera sig einkar klaufalega að í málinu umrædda í Pennsylvaníu. Þannig fór Trump í gegnum þrjú sett af lögmönnum eftir frásagnir á fyrstu vikunni eftir að málið var höfðað og þegar kom að flutningu málsins í dómsal mætti sjálfur Rudy Guiliani, einkalögmaður Trumps. Flutningsræða hans og tilheyrandi greinargerðir voru klaufalega orðaðar og oft á tíðum óskiljanlegar. Stiklaði Guiliani meðal annars á mafíunni í Philadelphia, fyrrum borgarstjóra Chicago og Mikka mús. Þá reyndist stafsetningarvilla í nafni ríkisstjóra Pennsylvaníu, sem þykir einkar neyðarlegt í ljósi þess að maðurinn heitir Tom Wolf.

Ósigurinn í Pennsylvaníu er einn af mörgum í þeim ríkjum þar sem Trump hefur höfðað mál – Michigan, Georgíu, Nevada, Arizona og Wisconsin. Allt ríki sem Trump tapaði naumlega. Dómstólaleiðin svokallaða, sem Trump taldi gæti tryggt honum fjögur ár í viðbót í Hvíta húsinu við Pennsylvania Avenue í Washingtonborg, er honum nú svo gott sem ófær. Öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu og Repúblikaninn, Pat Toomey, sendi út tilkynningu þegar dómurinn lá fyrir þar sem hann sagði Biden hafa sigrað kosningarnar og að kominn væri tími á að Trump viðurkenndi niðurstöður kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“