fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fréttir

Jólatónleikum Baggalúts aflýst

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 11:20

Baggalútur heldur enga jólatónleika þetta árið. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góðir Íslendingar. Það er með tár á hvarmi og kökk í hálsi sem Baggalútur tilkynnir að fyrirhuguðum jólatónleikum í Háskólabíói í desember 2020 hefur verið aflýst,“ segir í tilkynningu sem Baggalútur sendi frá sér rétt í þessu.

Jólatónleikar Baggalúts hafa verið fastur hluti af jólunum hjá mörgum síðustu ár og hélt sveitin til að mynda átján tónleika fyrir síðustu jól.

Þá kemur fram í tilkynningunni að allir miðar verði endurgreiddir án tafar. „Við þökkum þeim þúsundum tónelskandi jólaunnenda sem keyptu miða í ár og þeim mörgu tugum þúsunda sem hafa sótt jólatónleika Baggalúts undanfarin ár. Við munum sakna ykkar,“ segir einnig í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur:

En. Bíðið við. Hægan. Baggalútur tilkynnir jafnframt, í samstarfi við RÚV, Kósíheit í Hveradölum. Þriggja þátta tónlistarveislu á aðventunni þar sem töfraður verður fram ilmandi og unaðsgefandi jólafílíngur á sjónvarpsskjám landsmanna. Þau veisluhöld hefjast laugardagskvöldið 5. desember og innihalda blöndu af sígildum jólalögum, bestu lögum Baggalúts og brakandi fersku nýmeti fyrir augu og eyru að kjamsa á með fjölmörgum góðum gestum.

Það koma samt jól

Baggalútur minnir jafnramt á vonarglæðandi hátíðarpoppslagarann „Það koma samt jól“ sem hægt er að heyra víða um net. Rétt er líka að minna á jólaspil Baggalúts, Gott í skóinn, sem er fáanlegt á plotubudin.is .

Góðir Íslendingar. Upp með sprittið. Upp með grímurnar. Upp með jólaandann. Niður með pestina. Sjáumst á RÚV. Og grímulaus með hringlaga sólskinsbros í troðfullu Háskólabíói í desember 2021. Það koma samt jól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fimm líkamsárásir
Albert byrjaði í sigri
Fréttir
Í gær

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Pochettino greindist með Covid-19

Pochettino greindist með Covid-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku