fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Fréttir

Nálgunarbann yfir meintum skammbyssueiganda ógilt – Ólétt fyrrverandi kærasta óttast manninn

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að fella skuli úr gildi nálgunarbann sem lögreglan á Suðurnesjum hafði ákveðið. Var manninum þar bannað að nálgast fyrrverandi kærustu sína sem ólétt er af barni hans í fjóra mánuði, eða til 3. mars 2021. Samkvæmt lögum og reglum var mál höfðað til staðfestingar úrskurði lögreglustjóra þrem dögum eftir úrskurðinn. Féllst héraðsdómur ekki á röksemdir lögreglustjóra fyrir nálgunarbanninu og hefur nú sem fyrr sagði, Landsréttur staðfest það mat.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra hafði manninum verið bannað að koma inn á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus umhverfis heimili konunnar, og að honum yrði bannað að veita konunni eftirför, nálgast hana og setja sig í samband við hana.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem sótti málið, vísaði til þess í sínum röksemdarfærslum að þann 30. október hafi konan komið á lögreglustöðina í Reykjanesbæ vegna mannsins. Mun hún þar hafa sagt manninn hafa nauðgað sér, að hann væri óútreiknanlegur og að hún óttaðist manninn. Mun lögreglu einnig hafa borist það til eyrna að maðurinn hefði í vörslu sinni skammbyssu á verkstæði sínu. Þá sagði konan að hún óttaðist að hann myndi reyna að ná sér niður á konunni, ýmist með ofbeldi eða skemmdum á bifreið hans sem hún hefði í sinni vörslu. Seinna þennan sama dag barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið. Þegar lögregla kom á vettvang blasti við henni bíllinn sem konan hafði rætt um en henni hafði maðurinn ekið. Maðurinn bar því við að eldurinn hafi kviknað að sjálfsdáðum. Bráðabirgðaniðurstöður lögreglurannsóknar hafi hins vegar sýnt að um íkveikju af mannavöldum hafi verið um að ræða.

Langur brotaferill að baki

Í úrskurði kemur jafnframt fram að lögreglan rannsaki nú nokkur mál þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir að maðurinn hafi gerst brotlegur við lög, og að rökstuddur grunur liggi fyrir að maðurinn ætli sér að láta verða af hótunum sínum um að valda konunni skaða.

Brotaferill mannsins er langur og teygir sig aftur til ársins 2005 og hefur hann síðan þá hlotið átta dóma, auk þess að hafa gengist undir sektarálagningu í tvígang. Fimm af þessum átta dómum vörðuðu ofbeldisbrot. Þá kemur fram að maðurinn hafi áður sætt nálgunarbanni gagnvart annarri konu, sem nefnd er „C“ í skjölum dómstólanna.

Lögmaður mannsins sagði fyrir dómi að engin ástæða væri fyrir nálgunarbanninu enda liggi ekkert fyrir um að hann hafi raskað friði konunnar eða brotið á annan hátt gegn henni. Hann neitaði jafnframt að hafa kveikt í bifreiðinni.

Ekki nægjanlegt að „búast við smávægilegum ama“

Í niðurstöðukafla dómsins segir að skilyrði fyrir nálgunarbanni í lögum sé sá að hætta sé á að maður muni fremja refsivert brot eða raska friði einstaklings. Ekki sé nægjanlegt að „búast megi við smávægilegum ama af viðkomandi.“ Þá sagði að þó rökstuddur grunur sé um eignaspjöll með íkveikjunni, séu engin gögn sem benda til þess að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi. Lögreglan hafi til að mynda aldrei verið kölluð út vegna ætlaðs ofbeldis, né hafi lögreglu borist kæra vegna þess.

„Fallast má á að umrædd skilaboð beri vott um visst ójafnvægi varnaraðila, og að þau kunni að vera brotaþola til ama eða óþæginda,“ sagði í niðurstöðu dómsins. En hegðun mannsins og skilaboðin voru þó ekki talin nægja til að rökstudd ástæða sé til að ætla að varnaraðili muni brjóta gegn brotaþola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“

Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“