fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Faðir Gauta lést í hópsýkingunni á Landakoti – Synir Kristmanns fengu ekki tækifæri til að kveðja hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 15:50

Gauti Kristmannsson. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gauti Kristmannsson prófessor segir það hlægilega staðhæfingu að Ísland státi af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Gauti bjó átta ár í Þýskalandi og má skilja á honum að samanburðurinn á heilbrigðiskerfinu þar í landi og á Íslandi sé Íslandi mjög í óhag. Faðir Gauta, Kristmann Eiðsson, lést vegna COVID-hópsýkingarinnar á Landaskoti í haust. Kristmann var landsþekktur sjónvarpsþýðandi en hann var 84 ára að aldri er hann lést.

Sjá einnig: Lést af COVID-19

Gauti er í viðtali í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld.

Gauti segir föður sinn hafa kvatt það fljótt, að­eins 30 tímum eftir að hann greindist smitaður, að synir hans fjórir hafi ekki haft tæki­færi til að kveðja hann á spítalanum. Hann ber starfs­fólki Landa­kots góða sögu, en það hafi veitt þeim tæki­færi til að kveðja Kristmann á Landa­koti fyrir kistu­lagninguna, sem hafi reynst þeim afar mikil­vægt, því í sjálfri kistu­lagningunni hafi verið búið að loka kistunni sakir að­stæðna.

Gauti er gáttaður á því við hvaða að­stæður starfs­fólk heil­brigðis­kerfisins hér á landi starfi. Skortur á mann­skap, að­búnaði, tækjum, við­haldi og upp­byggingu hafi staðið þessari lykil­þjónustu fyrir þrifum svo ára­tugum skipti; lang­varandi myglu­skemmdir og lé­leg eða engin loft­ræsting sé jafn­vel látin á­tölu­laust – og hann vill meina að kerfis­lægt fjár­sveltið í þessum geira megi rekja til stjórn­málanna sem séu sér­lega svifa­sein þegar að þessum lífs­nauð­syn­lega mála­flokki komi.

„Krafan er niður­skurður á niður­skurð ofan – og helst sú að lækka skatta enn frekar svo minna verði til sam­neyslunnar – og það þvert á marg­í­trekaðan vilja þjóðarinnar eins og endur­tekið hefur komið fram í skoðana­könnunum á síðustu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin