fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Réttindalaus staðinn að akstri rúmlega tuttugu sinnum – Reyndi að stela hjólbörðum undan bifreið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 06:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt stöðvaði lögreglan akstur 18 ára ökumanns í Reykjavík. Hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi en hann hefur verið stöðvaður 22 sinnum í akstri. Hann gaf ítrekað upp ranga kennitölu en náði ekki að blekkja lögregluna. Hald var lagt á kveikjuláslykla bifreiðarinnar.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Árbæjarhverfi en hann er grunaður um tilraun til þjófnaðar á hjólbörðum. Vitni komu að manninum þegar hann var að losa hjólbarða undan bifreið. Maðurinn var ölvaður og var hann vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn á stofnun í Bústaðahverfi. Hann er grunaður um líkamsárás. Hann er sagður hafa ráðist á starfsfólk sem hlaut minniháttar áverka. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Eldur kom upp í rútu í Vogahverfi á fimmta tímanum í nótt. Rútan var alelda er að var komið. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“