fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Öðruvísi COVID-fundur – Vilja vernda viðkvæma en sleppa lokunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 21:00

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, er meðal þeirra sem boðar til COVID-fjarfundar á laugardaginn kl. 15.

Þar verður tekist á við spurninguna hvort hægt sé að vernda viðkvæma fyrir COVID-19 og sleppa þeim hörðu takmörkunum sem hafa verið í gildi.

Jón Ívar Einarsson, prófessor í Harward, og Þorsteinn Sigurlaugsson hagfræðingur standa einnig að fundinum en þar verður rætt við Martin Kulldorff, sem er einn þriggja höfunda Barrington yfirlýsingarinnar en með henni færa sérfræðingar rök fyrir hnitmiðuðum sóttvarnaaðgerðum fremur en almennum lokunum.

Í fréttatilkynningu um fundinn segir:

„Er markviss vernd viðkvæmra hópa möguleg?

Afleiðingar núverandi sóttvarnaraðgerða eru geigvænlegar og valda tjóni á öllum sviðum samfélagsins. Helsti valkosturinn við núverandi aðgerðir er að beita markvissri vernd viðkvæmra hópa í stað lokana og hafta. Helstu hvatamenn þessarar stefnu eru Dr. Martin Kulldorff prófessor við Harvard Medical School, Dr. Sunetra Gupta, prófessor við Oxfordháskóla og Dr. Jay Bhattacharya, prófessor við Stanford-háskóla.

En hvað felst í markvissri vernd? Hvað vinnst? Hversu auðveld er stefnan í framkvæmd? Hvaða áhrif hafa væntingar um bóluefni á næstu mánuðum?

Laugardaginn 14. nóvember kl. 15 verður opinn fundur með Dr. Martin Kulldorff þar sem leitað verður svara við þessum spurningum. Þátttakendur í fundinum auk Dr. Kulldorffs eru Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School, Sigríður Andersen alþingismaður og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur. Um veffund er að ræða. Slóð: https://www.facebook.com/events/303723564143906/

Að fundinum stendur hópur fólks úr ýmsum geirum samfélagsins sem hyggst beita sér fyrir opnari umræðu um sóttvarnir, undir yfirskriftinni Út úr kófinu!“

Fundurinn fer fram hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni