fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Bandaríska sendiráðið virðist ekki viðurkenna tapið – Tjá sig ekki „þar til kosningadeilur eru útkljáðar“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 10:19

Donald Trump Bandaríkjaforseti og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sendiherrann, Jeffrey Ross Gunter, virðist ekki hafa bókað flugið sitt heim, að minnsta kosti ekki enn. DV spurði sendiráðið um helgina hvort sendiherrann myndi fylgja fordæmum sem sett hafa verið af öðrum pólitískt skipuðum sendiherrum og fara heim þegar niðurstöður kosninga liggja fyrir. Tók DV dæmi af Caroline Kennedy, dóttir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, sem var sendiherra ríkisstjórnar Baracks Obama í Tókýó. Mun hún hafa flogið heim daginn eftir að Trump sigraði.

Á svari sendiráðsins sem barst seint í gærdag er ekki að sjá að svo sé. Þvert á móti virðist sendiráðið ekki vera á þeim buxunum, frekar en Trump stjórnin í Washingtonborg, að viðurkenna ósigur Trumps í kosningunum sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn. Í yfirlýsingu talsmanns sendiráðsins, Patrick Geraghty, segir að sendiráðið kappkosti að fylgja lögum og reglum og að valdaskipti fari fram með friðsælum hætti í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. „Okkar megin lína er að tryggja trúverðugleika kosninganna, svo að þegar öll atkvæði hafa verið talin að þá höfum við með sanngjörnum og friðsælum hætti valið okkar kjörna fulltrúa,“ segir í yfirlýsingunni.

Ein lína vekur sérstaka athygli í yfirlýsingunni: „Þar til yfirstandandi deilur vegna kosninganna eru útkljáðar, er ekki við hæfi að sendiráðið tjái sig frekar.“ Af þessu er ekki annað að ráða en að sendiráðið fylgi línu Trump stjórnarinnar í Washingtonborg, og viðurkenni ekki tap Donalds Trumps í kosningunum. Yfirlýsing Patrick Geraghty, talsmanns sendiráðsins, má finna í heild hér að neðan á móðurmálinu:

Thank you for your inquiry.

We are committed to the rule of law and the peaceful transfer of power in accordance with the Constitution of the United States.  Our central focus is ensuring the integrity of the voting process, so that when the final vote is counted, we have fairly, peacefully, and democratically selected our elected representatives.  This is a process that has played out successfully for more than 200 years. Until ongoing election disputes are resolved, it would not be appropriate to comment further. After this process is completed, we will continue to celebrate the present and future success of the great relationship between America and Iceland.

Sendiherrann hefur vakið talsverða athygli bæði hér heima sem og í Bandaríkjunum fyrir framferði sitt. Hefur DV trúverðugar heimildir fyrir því að mikil óánægja sé með framferði Gunter í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eftir röð uppákoma. Nægir þar að nefna þegar sendiherrann krafðist þess að fá að bera byssu hér á landi, fá til sín brynvarðan bíl og lífverði. Var sendiherrann af því tilefni kallaður „vænisjúkur“ í erlendum fjölmiðlum. Enn olli sendiherrann usla í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum þegar hann kallaði Fréttablaðið „fals-Fréttablaðið,“ fyrir að hafa birt frétt um Covid-19 smit meðal starfsmanns sendiráðsins. Í miðnæturfærslu sendiráðsins sagði sendiráðið Fréttablaðið segja fals-fréttir, en staðfesti í sömu færslu að fréttaflutningurinn hafi verið réttur. Þá afturkallaði sendiráðið daginn eftir fundarboð á fjölmiðlafund með bandarískum aðmíral sem það hafði áður sent Fréttablaðinu.

https://www.facebook.com/USEmbReykjavik/posts/10158083621329576

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“
Fréttir
Í gær

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að
Fréttir
Í gær

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“

Biggi lögga er hættur í löggunni: „Heldur betur komið að kaflaskilum“
Fréttir
Í gær

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum

Egill segir „Klondyke-æði“ á bílaplönum – Gjöldin margfaldast á nokkrum klukkutímum