fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Fóru á milli verslana og sögðust smitaðir af COVID-19 – Fjórar líkamsárásir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 06:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gær hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum sem fóru á milli verslana í miðborginni og sögðust vera smitaðir af COVID-19. Það reyndist ekki vera rétt. Mennirnir voru frjálsir ferða sinna eftir viðræður við lögregluna.

Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir í gærkvöldi og nótt. Þrír voru handteknir vegna málanna og fluttir í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í leiktækjum á lóð Vatnsendaskóla.  Eldurinn læsti sig einnig í klæðningu skólans. Slökkvilið slökkti eldinn, minniháttar tjón hlaust af eldinum.

Tveir voru handteknir í austurborginni í gærkvöldi, grunaðir um fíkniefnamisferli. Þeir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.

Einhver eða einhverjir þurftu að fá útrás fyrir óeðlilegar hvatir og brutu allar rúður í tveimur strætóskýlum í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Sökum ástands ökumannsins var hann vistaður í fangageymslu.

Töluvert mörg útköll voru vegna ölvunar og hávaða í nótt á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld