fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hressó-þuklarinn greiðir miskabætur en sleppur við fangelsi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 17:00

mynd/wikicommons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í lok síðustu viku mann sekan um kynferðislega áreitni með því að hafa þann aðfaranótt 11. nóvember 2018 á skemmtistaðnum Hressingarskálanum við Austurstræti þuklað á konu. Er athæfinu þannig lýst í dómnum að maðurinn hafi fært sig upp að konunni, þrýst mjaðmasvæði hans við rass konunnar og strokið mjaðmir hennar og maga með báðum höndum. Maðurinn er fæddur 11. nóvember 1976, og hafa því atburðirnir sem um ræðir gerst á 42 ára afmæli mannsins.

Brotaþoli gerði 800.000 króna miskabótakröfu í málinu. DV sagði frá því þegar ákæran var gefin út fyrr á árinu, en þar sem maðurinn fanst ekki til að birta honum ákæruna, var hún birt í Lögbirtingablaðinu, samkvæmt lögum þar um.

Kemur nú fram í dómnum að maðurinn hafi ekki sótt dómþing, og var dómurinn því kveðinn upp að honum fjarstöddum. Maðurinn var dæmdur til þess að greiða brotaþola hálfa milljón í miskabætur, 320 þúsund krónu málskostnað konunnar vegna málsins og um 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Að öðru leyti var manninum ekki gerð refsing í málinu.

Í apríl í fyrra var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“