fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Skrautlegur afbrotaferill ungrar konu – Sló mann með flösku í höfuðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 17:37

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotakona var í dag dæmd í Landsrétti í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá sleppur konan við greiðslu málskostnaðar. Afbrotaferill konunnar er mjög skrautlegur og spannar ítrekuð umferðalagabrot, vörslu fíkniefna, vopnalagabrot, innbrot og rán, líkamsárás með glerflösku og fjársvik.

Flest afbrotin framdi konan árið 2016 er hún var tvítug en afbrotin teygja sig einnig inn á árið 2018. Það var virt konunni til refsilækkunar að hún hefur bætt ráð sitt og náð tökum á lífi sínu.

Um mitt sumar 2016 braust hún ásamt tveimur mönnum inn í búðarhús og stal þaðan sjónvarpi af gerðinni Samsung, peningakassa sem innihélt 230.000 kr. í reiðufé, verkjaraklukku, úlpu af gerðinni 66°N og debetkorti.

Þá var konan sakfelld fyrir að hafa mörgum sinnum ekið án ökuréttinda en hún er svipt ökurétti ævilangt.

Ennfremur var hún sakfelld fyrir vörslu ýmissa fíkniefna, meðal annars ectcasy taflna.

Þá var hún sakfelld fyrir sérlega hættulega líkamsárás árið 2018 er hún sló mann í höfuðið með glerflösku með þeim afleiðingum að hann hlaut stjörnulaga skurð efst á enni, þar sem hver amur í sárinu var um það bil 1,5 sentimetra langur.

Ennfremur var hún sakfelld fyrir að hafa svikið 150 þúsund krónur út úr Landsbankanum með því að hagnýta sér mistök starfsmanns þar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“