fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Fréttir

Enginn í meðferð á Vog næstu daga vegna Covid – Innlögnum frestað

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. október 2020 09:24

mynd/Ernir og Anton Brink samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn verður lagður inn á Vog næstu daga vegna Covid smits sem kom upp þar í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu Einars Hermannssonar, formanns SÁÁ.

Segir Einar að fyrsta tilfelli Covid smits á Vogi hafi greinst þann 24. október síðastliðinn. Í kjölfar smitsins hafi viðkomandi farið í einangrun og 17 aðrir í sóttkví. Skömmu seinna greindist einn starfsmaður með Covid sem varð til þess að einn til þurfti að fara í sóttkví. Tveir eru því í einangrun með virkt Covid-19 smit og 18 í sóttkví.

Innlögnum var frestað strax 25. október og verða ekki hafnar að nýju fyrr en 29. október hið fyrsta, að því er fram kemur í tilkynningu SÁÁ. Munu allir starfsmenn á Vogi og á meðferðarheimilinu Vík auk allra inniliggjandi sjúklinga á Vogi fara í sýnatöku í dag og á morgun sem skera mun úr hvort hægt verði að leggja fleiri inn 29. október.

Þá segir í tilkynningunni: „Við hörmum að þurfa að fresta innlögnum en efst í huga okkar núna er að tryggja velferð sjúklinga og starfsmanna, og draga úr líkum á Covid-19 smiti eins og frekast er unnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu
Fréttir
Í gær

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu
Fréttir
Í gær

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“
Fréttir
Í gær

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit í gær

Fimm smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum