fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Fréttir

50 innanlandssmit í gær – Valkvæðum aðgerðum frestað og framhald takmarkana ákveðið á næstu dögum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 11:28

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

50 innanlandssmit greindust í gær, þar af tengdust 21 smit hópsmitinu á Landakoti. Þannig eru svokölluð samfélagssmit aðeins 29 í gær. 50 eru inniliggjandi á spítala í dag sem er talsvert mikill fjöldi miðað við það sem áður hefur verið. Af þeim 50 eru þrír á gjörgæslu og einn á öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu.

Þá sagði Þórólfur að mikill fjöldi væri í sóttkví, eða um 2.500 manns. Þessi tala breytist hratt á milli daga.

14 manns greindust á landamærum og er beðið eftir mótefnamælingu varðandi þær greiningar. Fjöldi smita á landamærum er talsvert breytilegur á milli daga.

Sagði Þórólfur að stóra verkefnið nú væri að fást við stóru hópsýkinguna á Landakoti. Sagði hann: „Af því tilefni munum við leggja sérstaka áherslu á fullnægjandi sóttvarnir á hjúkrunarheimilum og þeim stöðum þar sem viðkvæmir hópar eru til staðar.“

Núverandi takmarkanir gilda til 3. nóvember og sagðist Þórólfur ætla á næstu dögum færa í hendur heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað um hvað tekur við. Sagði hann að tölur næstu daga munu skera úr um hvaða tillögur verða í því minnisblaði.

Alma Möller sagði að valkvæðum skurðaðgerðum yrðu frestað. Skipti þar engu hvort um væri að ræða aðgerðir sem framkvæmdar væru innan eða utan spítala eða innan eða utan opinbera kerfisins. Rökin fyrir þessari aðgerð er sú að slíkar aðgerðir geta kallað á innlagnir eða komur á bráðamóttöku síðar meir. Er því þarna verið að koma í veg fyrir hugsanlegar innlagnir á spítala.

Blaðamaður DV spurði á fundinum á hvaða tímapunkti Covid-neyðarástand breytist í Covid-ástand og hvort að kominn sé tími á að ákvarðanir íþyngjandi aðgerða verði færðar í hendur löggjafans úr höndum embættismanna Landlæknis og ráðherra. Vísaði Þórólfur á sóttvarnalög í svari sínu, þar sem fram kemur að viðbrögð við farsótt eigi að vera í höndum ráðherra að tillögu sóttvarnalæknis. Af svari hans má ráða að engar breytingar verði lagðar til á þessu fyrirkomulagi af hálfu Þórólfs á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta Fjeldsted þurfti að læra að gera minna – „Ég gleymdi hreinlega að anda“

Ásta Fjeldsted þurfti að læra að gera minna – „Ég gleymdi hreinlega að anda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna