fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Lýsir svakalegri reynslu af frystitogaranum – „Það var erfitt að horfa á hann“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 24. október 2020 21:52

Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Hilmarsson, háseti á Frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni opnaði sig um upplifunina á togaranum þar sem að næstum því allir smituðust af COVID-19 og voru látnir vinna veikir. Arnar var í viðtali í Fréttum RÚV.

Fram kemur að þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku.

Mikið veikur

Í viðtalinu var Arnar spurður hvort að hann hafi verið mikið veikur, og hann svaraði játandi.

„Já ég fann fyrir svima, hausverk, hálsbólgu og hósta.“

Hann lýsir því einnig hversu erfitt það hafi verið að horfa á þann sem var hvað mest veikur. Að sögn Arnars vann hann þrjár vaktir og er einn „harðasti“ maður sem hann þekkir.

„Sá sem var hvað veikastur, er einn harðasti maður sem ég þekki. Hann lét sig hafa það í einhverjar þrjár vaktir að vinna veikur, svo var hann orðinn svo slæmur að hann gat það hreinlega ekki. Það var erfitt að horfa á hann færa sig af bekknum upp í sjúkraklefa.“

Andmæli líðast ekki

„Nei, það er alls ekki eðlilegt.“ sagði Arnar um ástandið og viðbrögð skipstjóra. Hann segir að andmæli gegn skipstjóra séu hreinlega ekki í boði.

„Andmæli beinlínis gegn skipstjórunum á frystitogara líðst ekki.“

Í frásögn Arnars kemur einnig fram hvernig hefði verið brugðist við þegar að í ljós kom að smit væri um borð. Þá hafi skipverjum verið sagt að klára aflann og hefja lokaþrif á skipinu. Í þessum þrifum felist háþrýstiþvottur sem hafi haft þau áhrif að einn skipverjanna hafi þurft frá að hverfa, vegna þess að hann fékk svo mikil gufu í lungun.

Alvarlegast að halda mönnum nauðugum

„Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir.“ sagði Arnar jafnframt í viðtalinu

Að lokum sagði hann að viðbrögð Hraðfrystihússins Gunnvarar við „skandalnum“ hafi ekki komið sér á óvart og þá var hann spurður hvort að hann væri hræddur um að missa vinnuna vegna viðtalsins, Þá sagði hann að tjáning sín væri mikilvægari en starfið.

„Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni.“

„Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið