fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tveir fyrrverandi formenn Heimdallar rífast um ÁTVR og frelsi í áfengissölu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 20:00

Ingvar Smári Birgisson (t.v.) og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Ingvar Smári Birgisson lögmaður og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), standa í ritdeilu á Vísir.is vegna nýrra frumvarpsdraga dómsmálaráðherra að nýjum áfengislögum þar sem gert er ráð fyrir því að frelsi í áfengissölu verði aukið. Í drögunum er gert ráð fyrir að heimila bæði vefverslun með áfengi og smásölu þess á framleiðslustöðum innlendra framleiðenda.

Eins og við greindum frá í gærkvöld gagnrýnir Ingvar FA harkalega fyrir að gera athugasemdir við frumvarpið og leggja þar með stein í götu þess. Í sem stystu máli gengur málflutningur Ingvars út á það að FA sé að gæta hagsmuna stórra framleiðenda og innflytjenda sem eigi þægilegt hillupláss í verslunum ÁTVR og samtökin séu því í grímulausri hagsmunabaráttu.

Í svargrein á Vísir.is í dag bendir Ólafur á að Ingvari hafi láðst að skýra frá því í sinni grein að hann er sjálfur einn höfunda frumvarpsdraganna. Þess má geta að Ólafur og Ingvar eru báðir fyrrverandi formenn Heimdallar, félags sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á einstaklingsfrelsi og viðskiptafrelsi.

Ólafur bendir jafnframt á að í gagnrýni FA á frumvarpið komi meðal annars fram að félagið vilji ganga lengra í frjálsræðisátt en frumvarpdrögin ganga, samanber eftirfarandi:

„FA gagnrýnir að eingöngu innlendir framleiðendur sem brugga undir 500.000 lítrum af sterku öli árlega eigi að hafa heimild til að selja áfengi í smásölu. FA bendir á að þetta útilokar nokkra framleiðendur öls og alla framleiðendur annarra og sterkari drykkja, sem eru fjölmargir og fæstir innan vébanda FA. Eiga þó öll sömu rök við um þessi fyrirtæki og smærri ölbrugghús, eins og að þau hafa byggt upp ferðamennsku í kringum rekstur sinn og ættu að fá að selja gestum sínum áfengi sem þeir geta tekið með sér. Hér vill FA ganga lengra í frelsisátt en frumvarpshöfundar.“

Þá gagnrýnir FA að gert sér ráð fyrir því í drögunum að eingöngu innlendir framleiðendur megi selja áfengi (sína framleiðslu) í smásölu en ekki innflytjendur.

Önnur gagnrýnir FA varðar það að ekki stendur til að afnema bann á áfengisauglýsingum.

Þá segir ennfremur í grein Ólafs:

„FA spyr hvernig eigi að leysa úr þeirri stöðu að með því að netverzlun sé heimiluð sé ÁTVR komin í beina samkeppni við einkafyrirtæki í sölu áfengis á netinu, en hafi áfram einkarétt á hefðbundinni smásölu. Þá sé orðinn til einkaréttarhluti og samkeppnishluti innan ÁTVR eins og fleiri ríkisstofnana, sem hefur yfirleitt ekki kunnað góðri lukku að stýra og þarf þá sérstakt eftirlit með samkeppnisháttum ríkisstofnunarinnar. Út í þetta virðast höfundar frumvarpsdraganna ekkert hafa hugsað. Er þeim alveg sama um ójafna samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki?“

Ólafur segir það misskilning hjá Ingvari að FA hafi sérstaka ást á ÁTVR. Mikilvægt sé að vanda til verka við vinnslu lagafrumvarpa og athugasemdir FA séu viðleitni í þá átt. Hálfkák í lagabreytingum búi til ný vandamál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar