fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fréttir

Sporthúsið lokar aftur vegna sundrungar í samfélaginu – „Ég biðst innilega afsökunar“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 17:05

Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins, /Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins tilkynnti rétt í þessu að stöðin myndi loka aftur frá og með 23. október. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sporthússins. Ástæðan sem er gefin upp, er sundrung í samfélaginu, en umræða um starfsemi líkamsræktarstöðva hefur verið mikið í umræðu undanfarna daga og ljóst er að málið er mjög umdeilt.

Í færslunni biðst Þröstur afsökunar á þeim óþægindum sem þetta „hringl“ hefur ollið. Ákvörðunin sé tekin til að vernda almannahag, þó svo að ekkert smit hafi verið rekið til stöðvarinnar að vitund og sögn Þrastar.

 Yfirlýsinguna sjá í heild sinni hér að neðan.

„Kæru viðskiptavinir og starfsmenn

Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga.

Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum.

Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag. Lokunin tekur gildi frá og með 23. október.

Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.

Mig langar að lokum að benda á það að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókna í Sporthúsið (um 1 milljón heimsókna), frá því að Covid-19 hófst, þá hefur eftir minni bestu vitund ekkert smit verið rakið til okkar. Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.

Með von um að friður skapist í samfélaginu með þessari ákvörðun og vonandi getum við opnað Sporthúsið að fullu áður en langt um líður.

Kær kveðja, Þröstur Jón“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu
Fréttir
Í gær

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu
Fréttir
Í gær

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“
Fréttir
Í gær

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit í gær

Fimm smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum