fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fréttir

Ránstilraun – Brot á sóttvarnarlögum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 06:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi kom maður vopnaður eggvopni inn í söluturn í Árbæ. Hann ógnaði starfsstúlku en hljóp tómhentur á brott þegar viðskiptavinir komu að. Á níunda tímanum í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af þremur mönnum í Hafnarfirði vegna gruns brot á sóttvarnarlögum en þeir áttu að vera í einangrun vegna COVID-19 smits. Einn þeirra var handtekinn, grunaður um hótanir. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á sjöunda tímanum í gær hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun á Granda. Hann var með matvörur að verðmæti rúmlega 26.000 króna. Hann sagðist ekki hafa átt peninga fyrir vörunum.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Meintur árásarmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Árásarþolinn var fluttur á slysadeild en hann var með sár á höfði.

Í Garðabæ var tilkynnt um tvo unga menn sem grýttu bifreið á níunda tímanum í gærkvöldi. Þeir brutu meðal annars hliðarrúðu og spegil. Þeir fundust ekki.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði eftir að hann lenti í umferðaróhappi. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Grunur leikur á að hann hafi ekið á grindverk skömmu áður en hann lenti í umferðaróhappinu. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“