fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Forseti Tansaníu segir guð og gufubað, en ekki andlitsgrímur lækna Covid-19

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. október 2020 11:04

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Tansaníu, John Magafuli, stendur nú í ströngu en hann hefur boðið sig fram til endurkjörs sem forseti landsins. Yrði það annað kjörtímabil forsetans litríka. Í Tansaníu, eins og víðar, spilar Covid-19 faraldurinn og viðbrögð við kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum stórt hlutverk í kosningabaráttunni en Magafuli segist hafa lausnina: Guð og gufuböð.

Í upphafi faraldursins lagðist forsetinn strax gegn samkomutakmörkunum. Sagði hann að fólki yrðu betur borgið í kirkjum og moskum að biðja, en að hanga heima hjá sér.

„Kórónaveiran, sem er djöfull, getur ekki lifað í líkama krists… Hún mun brenna undir eins,“ hefur BBC eftir forsetanum. Mun hann hafa látið orðin falla í predikun úr altari kirkju í höfuðborg Tansaníu, Dodoma í mars á þessu ári.

Forsetinn átti síðar eftir að tala gegn grímunotkun á almannafæri, fjarlægðarreglum auk þess sem hann efaðist um nauðsyn og gildi þess að skima. Segir BBC frá því að forsetinn hafi fyrirskipað að papaya ávöxtur, kornhæna og geit yrðu send í veirupróf og að niðurstaðan hafi verið jákvæð, að sögn forsetans. Niðurstöðuna sem réttmætt er að draga í efa, notaði forsetinn til að draga úr nauðsyn þess að halda víðtækri skimun fyrir veirunni áfram í landinu.

Segir á vef BBC að John Magafuli hafi alla sína forsetatíð farið ótroðnar leiðir í sínum stjórnarháttum. Mun hann á fyrsta degi forsetatíðar sinnar hafa farið í fjármálaráðuneyti landsins og krafist þess að fá að vita hvar þeir sem ekki voru að vinna, væru staddir. „Draugastarfsmenn“ er viðvarandi vandamál í vanþróuðum ríkjum og hefur Magafuli þurrkað þúsundir slíka út af launaskrá hins opinbera. Þá kom hann eitt sinn fram í ríkissjónvarpi landsins og rak fjölda opinberra starfsmanna í beinni útsendingu fyrir illa unnin störf.

Forsetinn hefur þannig barist gegn spillingu, og sökum sérvisku sinnar þótt óspillanlegur sjálfur. Hann hefur engu að síður þurft að sæta talsverðri gagnrýni fyrir sumar athafnir. Mun hann hafa lokað á útsendingar í ríkissjónvarpinu á umræðum í ríkisþingi landsins. Sakaði stjórnarandstaðan Magafuli þá um þöggun og ritskoðun. Viðbrögð hans við útbreiðslu kórónaveirunnar hefur jafnframt sætt gagnrýni frá heilbrigðisyfirvöldum nágrannaríkja Tansaníu sem og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“