fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Faraldurinn er á niðurleið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 11:24

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ánægjuleg tíðindi voru í tölum dagsins hvað varðar COVID-19 smit, 33 greindust innanlands og þar af voru 66 prósent í sóttkví. Þetta eru sérlega góðar tölur þegar haft er í huga að mörg sýni voru tekin, eða 2.200. Hlutfall jákvæðra sýna var 2,8% sem er töluverð lækkun frá tölum síðustu daga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að við værum að sjá raunverulega lækkun tilfella.

Tuttugu og einn er inniliggjandi á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Óvenjumargir farþegar hafa greinst á landamærum undanfarið og eru þeir flestir frá Póllandi.

Þórólfur lagði áherslu á að sigurinn væri hvergi nærri í höfn, lítið þurfi út af að bregða til að við fáum bakslag. Við þurfum að halda áfram samvinnu okkar og samstöðu, þetta er langhlaup.

Þórólfur segir að sér þyki leitt að uppnám hafi orðið í kjölfar nýjasta minnisblaðs síns og nýjustu reglugerða um sóttvarnareglur. Sagði hann ástæður uppnámsins vera þær að bæði minnisblaðið og reglugerðirnar væru nokkuð óskýr. Vonandi sjái samt allir að meginmarkmið aðgerðanna sé að forðast hópamyndun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk