fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Skúli selur 80 íbúðir á hagstæðu verði – „Tilvalið sem fyrsta eign“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 14:53

Skúli Mogensen. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta húsnæði er þannig uppsett hvað varðar grunnteikningar og grunnstrúktúr að það hentaði mjög vel undir þessa breytingu. Þetta er hagkvæm breyting sem gerir okkur kleift að bjóða íbúðirnar á þessu lága verði,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air, í samtali við DV, en hann hefur nú komið í sölu 80 íbúðum á Ásbrú á Suðurnesjum. Íbúðirnar kosta frá 14,9 milljónum króna sem er afar hagstætt verð.

Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta. Um er að ræða tvær blokkur með 40 íbúðum hvor. Byggingarnar hýstu áður Base Hótel en húsnæðinu var umbreytt í litlar íbúðiar. 72 af íbúðunum 80 eru tveggja herbergja. Fasteignasölurnar M2 í Reykjanesbæ og Stakfell í Reykjavík eru með íbúðirnar í sölu.

Skúli segir að íbúðirnar henti mjög vel sem fyrsta eign og þar með fyrir ungt fólk. Ekkert sé því til fyrirstöðu að fólk úr Reykjavík setjist að á Ásbrú. „Leiðin á milli Reykjavíkur og Suðurnesja er stutt og er alltaf að styttast,“ segir Skúli.

Líklegt má telja að íbúðirnar seljist upp fyrr en varir. Byrjunin lofar góðu: „Við vorum með foropnun um síðustu helgi og það seldust strax 11 íbúðir, sem er mjög jákvætt,“ segir Skúli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi