fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Krefjast þess að framhaldsskólar verði opnaðir og íþróttastarf barna og unglinga hefjist að nýju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 19:39

Mynd af undirskriftasíðunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fólks, undir forystu Elísabetu Guðmundsdóttur læknis, stendur að undirskriftalista þar sem þess er krafist að framhaldsskólar hefji staðkennslu að nýju og íþróttastarf barna og unglinga hefjist aftur.

Í yfirlýsingu frá hópnum segir:

„Við undirrituð skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, að beita sér fyrir því að framhaldsskólar verði tafarlaust opnaðir og að þar fari fram eðlilegt skólahald rétt eins og í grunnskólum. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem ekki er með opna framhaldsskóla og gerir þannig greinarmun á grunnskólum og framhaldsskólum. Börn og unglingar eru ekki í áhættuhópi fyrir Covid-19. Annars væru framhaldsskólar að sjálfsögðu lokaðir á hinum Norðurlöndunum líka. Um er að ræða mikilvægt lýðheilsumál og varla þarf að efast um skaðsemi núverandi fyrirkomulags sem að óbreyttu hefur alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér á heila kynslóð ungmenna.

Að stöðva íþróttastarf barna og unglinga er heldur ekki forsvaranlegt af sömu ástæðu.“

Sjá undirskriftasíðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“