fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Icelandair boðar beint flug til Tenerife

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 17:23

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair stefnir að því að fljúga til 32 áfangastaða í millilandaflugi næsta sumar. Nýr áfangastaður Icelandair er Tenerife. Ferðirnar eru komnar í sölu. Flugáætlunin er minni í sniðum en undanfarin ár sökum áhrifa kórónuveirufaraldursins. Óneitanlega er þó um blómlegt úrval að ræða miðað við ástandið núna.

Fréttatilkynning Icelandair um þetta er eftirfarandi:

„Icelandair stefnir að því að fljúga til 32 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2021. Tenerife verður nýr áfangastaður í leiðakerfi Icelandair. Þá stefnir Air Iceland Connect að því að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja í innanlandsflugi næsta sumar.

Flugáætlun Icelandair og Air Iceland Connect fyrir árið 2021 er nú komin í sölu en hún er minni í sniðum en síðustu ár sökum áframhaldandi áhrifa heimsfaraldursins. Gert er ráð fyrir að heildarsætaframboð verði um 25-30% minna en sumarið 2019. Uppbygging leiðakerfis Icelandair verður einfaldari og áhersla lögð á lykiláfangastaði félagsins. Einföldun leiðakerfisins gerir félaginu kleift að bregðast hratt við síbreytilegum markaðsaðstæðum en áfram er gert ráð fyrir að aðlaga þurfi framboð að eftirspurn eftir því sem fram vindur.

Eðli málsins samkvæmt er flugáætlunin háð því að áhrif COVID-19 fari minnkandi á mörkuðum félagsins í Evrópu og N-Ameríku og að fyrirkomulag landamæraskimunar hér á landi hafi ekki jafn takmarkandi áhrif á ferðalög og nú er raunin.

Félagið áætlar að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu, þ.e. Osló, Bergen, Kaupmannahafnar, Billund, Stokkhólms, Helsinki, Amsterdam, Parísar, Berlínar, Hamborgar, Frankfurt, Munchen, Genf, Zurich, Brussel, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Madrid, Mílanó og Tenerife. Þá áætlar félagið að fljúga til tíu áfangastaða í N-Ameríku, þ.e. Boston, New York, Seattle, Minneapolis, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Vancouver og Montreal. Félagið mun jafnframt fljúga reglulega til Alicante í leiguflugi.

 Enn meiri sveigjanleiki fyrir farþega

Icelandair hefur uppfært bókunarskilmála félagsins með það að markmiði að auka sveigjanleika fyrir farþega enn frekar á óvissutímum. Félagið leggur höfuðáherslu á að koma viðskiptavinum sínum sem vilja ferðast á áfangastað þrátt fyrir að breytingar hafi orðið á flugáætlun. Ef flugi er aflýst býður Icelandair farþegum flug í gegnum aðra áfangastaði félagsins eða með samstarfsflugfélögum án auka kostnaðar. Þeir sem ætla sér ekki að ferðast og flug hefur verið fellt niður geta auðveldlega gert breytingar á flugbókun án breytingargjalds, óskað eftir inneign sem gildir í þrjú ár eða endurgreiðslu. Allir farþegar sem eiga flug hjá félaginu á næstunni geta breytt flugbókun sinni hvenær sem er án þess að greiða breytingargjald eða óskað eftir inneign. Þess ber að geta að endurgreiðsluferlar félagsins hafa nú verið uppfærðir og hefur félagið að mestu leyti lokið endurgreiðslu þess gríðarlega fjölda endurgreiðslubeiðna sem borist hafa á undanförnum mánuðum, eða yfir 90%. Þessar áherslur koma til vegna breyttra aðstæðna í flugheiminum á heimsvísu og það er, hér eftir sem hingað til, markmið Icelandair að bjóða viðskiptavinum sínum upp á góða, örugga og sveigjanlega þjónustu.

 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Þrátt fyrir núverandi aðstæður vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er mikilvægt að horfa til framtíðar. Við vinnum hörðum höndum að því að undirbúa viðspyrnuna svo við getum brugðist hratt við um leið og staðan breytist til hins betra. Flugáætlun Icelandair fyrir sumarið 2021 byggir á þeim forsendum að aðstæður á mörkuðum okkar séu farnar að batna, ferðatakmarkanir hafi verið rýmkaðar og að reglur á landamærum á Íslandi hafi ekki jafn takmarkandi áhrif á ferðalög og nú er. Með enn sveigjanlegri bókunarskilmálum viljum við gera fólki kleift að bóka flug án þess að hafa áhyggjur – við komum öllum sem ætla að ferðast á áfangastað og leyfum breytingar á flugbókun hvenær sem er án auka kostnaðar.

Það er markmið okkar að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Þá höfum við fulla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og þess vegna er mikilvægt að tryggja að íslenskir ferðaþjónustuaðilar verði vel í stakk búnir til að taka á móti ferðamönnum á ný. Við ætlum að vera tilbúin um leið og aðstæður leyfa og leiða þá uppbyggingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“