fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fréttir

Viðar segir íslenskar mæður vanrækja börnin sín og að þær séu bara í símanum – „Kærleikurinn hjá konum er horfinn“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. október 2020 18:37

Viðar Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bara hvet konur og þá sem eru ekki sammála hans viðhorfum að láta heyra í sér og nota þetta tækifæri til að láta hann heyra það, því það er óskiljanlegt hvernig hann hefur verið með árásir gegn konum.“

Þetta sagði Arnþrúður Karlsdóttir í inngangi þáttarins Símatími á Útvarpi Sögu. Maðurinn sem Arnþrúður talar um er Viðar Guðjohnsen, athafnamaður sem er hvað þekktastur fyrir viðhorf sín til kvenna, en Viðar var gestur þáttarins í dag.

Viðar var ekki sáttur með kynninguna sem hann fékk í upphafi þáttarins og byrjaði á því að láta Arnþrúði heyra það. „Ég ætla að byrja á að skjóta á þig Arnþrúður. Þú byrjar á að vera með þvílíka og aðra eins fordóma, karlrembu, heyrirðu hvernig þú talar?“ spyr Viðar.

„Þetta er ekta karlremba,“ segir Arnþrúður við því. „Þú ert spegilmynd, þú ert bara fulltrúi fyrir þessi viðhorf sem að fyrirlíta konur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnþrúður og spyr Viðar hvers vegna hann lætur eins og hann lætur.

„Af því að þarf að segja svolítið í uppeldismálum og viðhorfi kvenna. Það er lítill hópur femínista sem er að trylla og stjórna hérna í Reykjavík, vaðandi uppi, skammandi hægri og vinstri karlmenn fyrir að gera ekki neitt nema að standa sig í stykkinu. Þetta er yfirgangur lítils hóps femínista,“ segir Viðar.

„Þær vilja vera í framapoti“

Arnþrúður segir þá að Viðar kenni konum um margt sem er að á heimilum. „Vanrækslan á börnum í dag er orðin svo gríðarleg, það á að henda börnunum inn á stofnun. Konurnar eru glápandi í síma, þær eru svo uppteknar, þær eru svo kulnaðar. Þær nenna ekki að hugsa um uppeldið lengur, þær halda að einhverjar stofnanir og samfélagið eigi að sjá um þetta. Kærleikurinn hjá konum er horfinn,“ segir Viðar.

„Þetta er alveg ótrúlegt hvað þær hafa vanrækt krakkana. Af hverju er svo mikil depurð, kvíði, þunglyndi hjá ungu fólki? Af hverju er það? Það er af því konurnar, mæðurnar, þú veist þetta er í náttúrunni, með ungana og ungabörnin, mæðurnar sinna svolítið þessum störfum sem þær eru hættar að gera. Þær vilja vera í framapoti, þær eiga að vera alveg eins og karlarnir og helst drekka brennivín eins og þeir.“

„Ég kom ekki nálægt öllum þessum börnum“

Í þættinum talar Viðar mikið um að konur séu ekki að ala upp börnin sín. „Þær hlaða bara niður börnum og eru svo bara í símanum og ætlast til þess að stofnanir ali upp börnin á kostnað annara,“ er meðal þess sem Viðar segir.

„Þú getur ekki verið að eignast börn, vanrækt þau í algjöru ábyrgðarleysi, gúffað út úr þér börnunum alveg eins og þú vilt og haldið að einhver annar eigi að sjá um uppeldið eins og skattborgarinn,“ segir hann.

„Ég kom ekki nálægt öllum þessum börnum, samt á ég að taka þátt í uppeldinu í gegnum það að peningar frá mér eiga að fara til samfélagsins og ala upp börnin sem þær nenna ekki að sjá um.“

„Ég vildi bara segja við hann að hætta að hringja í Pétur“

„Ég held að hann sé bara á rangri plánetu,“ sagði kona nokkur sem hringdi inn. „Það hlýtur að vera einhver stöð í höfðinu á honum sem er brengluð, því það er ekki á 21. öldinni sem hann er á,“ sagði sama kona.

„Ég vildi bara segja við hann að hætta að hringja í Pétur og hætta að tala illa um aðra,“ sagði önnur kona sem hringdi inn og vísar til þess að Viðar er tíður gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu. Þrátt fyrir að þorri þeirra sem hringdi inn hafi verið ósammála því sem Viðar sagði voru þó tvær konur sem sögðust vera sammála honum að einhverju leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“