fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fréttir

Óttar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ofbeldi – „Hættu að ljúga annars fokking drep ég þig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 12:37

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Heimir Hannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Gunnarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Óttari er gefið að sök að hafa miðvikudaginn 29. mars 2017 ráðist að þáverandi kærustu sinni með því að beita hana ofbeldi og ærumeiðingum, og særa blygðunarsemi hennar. Óttar er sagður hafa  slegið konuna ítrekað í líkama og hótað henni á eftirfarandi hátt, eins og segir í dómi:

„1)„Hættu að ljúga annars fokking drep ég þig […]“2)„Ég ætla að keyra þig heim, ég ætla að keyra hraðar svo þú drepist, afskræmist, svo þú verðir öll ógeðslega afskræmd […]“3)„Á ég að segja þér, ég ætla að setja mynd af þér á face-ið og segja svo að þú sért mella […]“4)„Ég ætla að fara með þig lengra þar sem þú finnst ekki.“en eftirfarandi ummæli voru til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar, móðga og smána hana;5)„[…] það er allavega ekki nógu erfitt fyrir þig að opna fokking kuntuna og láta ríða þér skítuga fokking mellan þín. Ekki koma við mig þú ert ógeðsleg […]“6)„Ég keyri þig heim, farðu bara í fokking belti skítuga hóran þín.“7)„[…] þú átt það ekki skilið, ekki rassgat, þú átt engan skilið hóra.“8)„Hórasvo ert þú að koma við börnin mín.“9)„Ertu ekki slæm? Þú ert að sjúga tittling fyrir pening.“10)„[…] þetta er ekki vinna þú ert hóra, þú ert viðbjóður.“ 11)„Hættu þetta sagðir þú líka áður en þú viðurkenndir að þú værir mella, ég er með mellu heima hjá mér. Heyrðu Óttar hver er heima hjá þér? Það er bara hóra, hvað segir þú varstu með hóru, var hóra að leika við börnin þín.“12)„Já þú ert ógeðsleg shit.““

Óttar var einnig ákærður fyrir að hafa haft vopn og fíkniefni í fórum sínum.

Fram kom í vitnaleiðslum að konan hafði stundað vændi áður en hún kynntist Óttari á Facebook og tók upp samband við hann árið 2016. Kom einnig fram að Óttar taldi hana vera aftur farna að stunda vændi á bak við hann. Meðal gagna í málinu voru hljóðupptaka af ökuferðinni þar sem ofbeldið átti sér stað. Taldi dómurinn engum vafa undirorpið að Óttar hefði beitt konuna ofbeldi:

„Hljóðupptaka af þessari ökuferð er á meðal gagna málsins, auk þess sem samskipti ákærða og brotaþola hafa verið rituð upp. Engum vafa er undirorpið að ákærði veittist með offorsi að brotaþola og hótaði henni ítrekað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann talaði mjög niðrandi til hennar, smánaði hana og móðgaði. Ákærði kvaðst á þeim tímapunkti hafa fengið upplýsingar um að brotaþoli stundaði vændiog hefði hann verið miður sín þess vegna og í ójafnvægi.“

Ennfremur kemur fram í texta dómsins að framburður Óttars fyrir rétti er metinn ótrúverðugur en framburður konunnar sem sakar hann um ofbeldi trúverðugur. Dómurinn telur að konan hafi búið við viðvarandi ógn í sambandinu enda hefði Óttar beitt hana ofbeldi áður.

Óttar var fundinn sekur að ákærunni og dæmdur í tveggja ára fangeli. Auk þess var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

Óttar var um skeið meðlimur í bifhjólasamtökunum Souls of Darkness (S.O.D) sem var stuðningsmannaklúbbur við Vítisengla. Árið 2012 hlaut hann tveggja og hálfs árs dóm fyrir hlutdeilt í hrottafullri líkamsárás á konu. Dómurinn var síðan þyngdur upp í fjögur ár. Um sakaferil hans segir í þessum dómi sem hér um ræðir:

„Ákærði er fæddur í apríl 1976. Hann á að baki sakaferil. Árið 1997 var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Á árinu 2007 var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Á árinu 2010 var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Loks var hann með dómi héraðsdóms 20. júní 2012 sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættubrot. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi 31. janúar 2013 dæmdi ákærða í 4 ára fangelsi. Ákærða var veitt reynslulausn 7. september 2016 í 2 ár á eftirstöðvum refsingar, 480 dögum. Ákærði hefur með broti sínu rofið skilyrði reynslulausnarinnar og verður hún nú tekin upp og dæmd með í máli þessu. Ákærði á sér engar málsbætur.“

Sjá dóm héraðsdóms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Í gær

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum
Fyrir 3 dögum

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun