fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Fremur ánægjuleg tíðindi af smitum gærdagsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls greindist 81 með COVID-19 í gær. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé ekki upp á við og ekki mikið niður á við. Það ánægjulega var að 80% greindra voru í sóttkví. Fleiri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga eða 2.700.

Um 3.000 eru núna í sóttkví. Kom einnig fram í tali Þórólfs að við erum enn að glíma við sama stofn af veirunni og undanfarna mánuði. Enginn nýr stofn hefur komið í ljós.

Alls 18 greindust á landamærum í gær og er það óvenjulega há tala. Segir Þórólfur þetta vera vísbendingu um að faraldurinn sé í vexti erlendis.

Þórólfur telur faraldurinn vera óbreyttan hér innanlands. Telur hann að faraldurinn muni ganga hægar niður núna en síðasta vetur.

Þórólfur skilar í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra um áframhald aðgerða eftir 19. október. Vildi hann ekki upplýsa um innihald minnisblaðsins en hann telur ekki mikið rúm fyrir tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný