fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Áslaug klórar í flugeldamenningu landans – Leggur til harðari reglur um flugelda

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 14. október 2020 12:23

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skotelda. Miðar breytingin að því að fækka þeim dögum sem leyfilegt er að selja flugelda í flokki 2 og 3, sem má segja að séu allir þeir flugeldar sem landinn nýtur sín við að kveikja á um áramótin. Í dag má selja þessa flugelda á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum.

Verði breytingin að veruleika verða þessir dagar aðeins 30. og 31. desember auk 6. janúar. Þá er í reglugerðinni í dag heimild til að bæta við einum söludegi eftir þrettándann. Samkvæmt breytingatillögu Áslaugar er lagt til að þessi auka dagur verði á tímabilinu á milli 2. og 5. janúar eða einn dag eftir þrettánda dag jóla „hafi sveitarfélög ákveðið að færa þrettánda dag jóla.“

10 klukkustunda skotgluggi á gamlárskvöld

Þá eru leyfðum sprengidögum fækkað til muna. Í stað þess að mega sprengja 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum, verða leyfðir sprengidagar aðeins gamlársdagur frá klukkan fjögur síðdegis, og til klukkan 2:00 aðfaranótt nýársdags. Annar gluggi opnast á nýársdag klukkan 16:00 og stendur til 22:00. Þriðji glugginn er svo opinn á þrettándanum á milli 16:00 og 22:00.

Þannig verða skotgluggarnir aðeins þrír, fyrst tíu klukkustundir svo tvisvar sinnum sex klukkustundir.

Mengunarspá og veðurskilyrði

Þá er lagt til í tillögu Áslaugar að sveitarfélög geti heimilað skoteldanotkun á einum tilteknum degi í stað gamlársdags, „séu veðurskilyrði óhagstæð til notkunar á skoteldum vegna vindáttar eða vindhraði er undir 2 m/s eða yfir 10 m/s, á þeim tíma eða að mengunarspár sýni fram á að mengun sé það mikil á þeim tíma eða í kjölfarið að það muni verða hættulegt heilsu manna.“

Enn fremur eru mengunarvarnir gerðar að skilyrði fyrir leyfisveitingu flugeldasýninga.

Tillögu Áslaugar má nálgast hér, en þar má einnig skila inn umsögn um hugmyndir Áslaugar Örnu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit