fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Faðir ákærður fyrir andlegar refsingar – Setti dótturina út á náttfötunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 18:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli föður sem ákærður er fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni.

Ákæran er í tveimur liðum sem eru keimlíkir. Í þeim fyrri er maðurinn sakaður um að hafa í febrúar árið 2019 sett dóttur sína nauðuga út fyrir dyr heimilis þeirra skamma stund, seint að kvöldi, í náttförum einum fata…„og beitt hana þannig andlegum refsingum og sýnt henni vanvirðandi háttsemi,“ eins og segir í ákærunni.

Í hinum ákæruliðnum er manninum gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 3. mars 2019 tekið stúlkuna nauðuga af heimili þeirra, í náttfötum einum fata, og lokað hana í skamma stund úti í bílskúr. Telur ákæruvaldið það einnig flokkast undir andlegar refsingar og vanvirðandi háttsemi.

Aldur stúlkunnar kemur ekki fram í ákærunni.

Héraðssaksóknari telur þetta varða við 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Þar segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.“

Í ákæru er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Búast má við dómi í málinu eftir um fjórar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma