fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Heiða krefst svara og segir að systkini hennar standi öll gegn Gunnari – „Mér finnst þetta ofboðslega særandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 19:50

Gunnar, Gísli og Heiða. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dómur fellur eftir tvær vikur. Ég talaði við Gunnar á laugardaginn. Hann hefur unnið mikið í sjálfum sér í varðhaldinu, lagað mataræði sitt og þjálfað aðra fanga í fangelsinu til betri lífsstíls. En núna er hann alveg miður sín og yfirþyrmandi sorgmæddur, hann syrgir Gísla og er óttasleginn vegna barnanna sinna, en hann er í góðu formi og reynir að gera það besta úr aðstæðunum,“ segir Heiða Þórðar, systir bræðranna Gísla Þórs Þórarinssonar og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, í viðtali við DV.

Gunnar er ákærður fyrir manndráp af yfirlögðu ráði en hann varð bróður sínum að bana í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður-Noregi vorið 2019. Aðalmeðferð í málinu hefur staðið yfir undanfarið, ákæruvaldið krefst þess að Gunnar verði fundinn sekur um manndráp af ásetningi en Gunnar og verjandi hans fullyrða að verknaðurinn hafi verið slys og hann hafi ekki ætlað að verða bróður sínum að bana.

Heiða hefur ávallt trúað Gunnari en hún var mjög náin báðum bræðrunum og átti hlýtt og gott samband við þá báða. Heiða segir að á meðan hún sé á milli vonar og ótta og biðji þess að Gunnar fái ekki of þungan dóm séu því miður aðrir sem óski þess að dómurinn verði sem harðastur og hafi jafnvel hagsmuni af því að svo verði.

Fjárhagslegir hagsmunir koma með óþægilegum hætti við sögu í málinu, að sögn Heiðu. Hún segist árangurslaust og í langan tíma hafa farið fram á að fá upplýsingar um söfnun sem efnt var til vegna útfarar Gísla. Einu upplýsingarnar um þá söfnun hafi hún fengið í frétt hjá Víkurfréttum. Hún vill hins vegar fá sundurliðaðar upplýsingar um söfnunina, sem og útfararkostnað.

„Mér hefur ekki verið svarað síðan í sumar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Gögnum um söfnunina og útfararkostnaðinn er haldið leyndum fyrir mér og systir mín hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum mínum um að senda mér þetta,“ segir Heiða.

Barnsmóðir Gunnars krefur hann um háar skaðabætur

Konan sem sögð er hafa verið kærasta Gísla var eiginkona og barnsmóðir Gunnars en þau voru í skilnaðarferli. Heiðu ofbýður mjög há einkaréttarkrafa sem konan gerir á Gunnar.„Hún er að krefjast andvirðis margra milljóna íslenskra króna af honum, en Gunnar stóð í þeirri meiningu að þau væru að taka saman aftur,“ segir Heiða. Vill hún meina að samband konunnar og Gísla hafi ekki verið orðið það náið að hún geti krafist skaðabóta vegna makamissis.

Heiða nefnir einnig til sögunnar mjög háa líftryggingu sem Gísli hafi keypt skömmu fyrir dauða sinn. „Hann er tryggður fyrir 28 til 30 milljónir. Þau hafa hagsmuni af því að hann verði sakfelldur fyrir morð því þá verður tryggingin greidd strax út,“segir Heiða. DV hefur ekki skjalfestar upplýsingar um skilmála tryggingarinnar en Heiða segir að útgreiðslan komi fyrr ef Gunnar verður sakfelldur fyrir morð, þ.e. manndráp af yfirlögðu ráði, eins og ákæran hljóðar. „Mér þykir það vera hryllingur að fólk ætli að hagnast á dauða bróður míns, hans Gísla,“ segir Heiða.

Heiða segir að ef Gunnar fái þyngsta mögulega dóm muni hlutur hans í líftryggingu og arfi Gísla renna til barna Gunnars. Barnsmóðir Gunnars vinni að því að verða umráðamaður þeirra fjármuna fyrir hönd barnanna. Heiða segir jafnframt að sjálfur vilji Gunnar ekki sjá neitt af þessum peningum. DV ítrekar að miðillinn hefur ekki skjalfestar upplýsingar um skilmála líftryggingarinnar né erfðamál Gísla.

„Mér finnst þetta ofboðslega særandi. Gísli var engum líkur og vildi öllum vel. En á meðan ég hef verið að berjast við að endurhæfa mig og ná heilsu eftir þetta áfall og spurningin hvað hann fái þungan dóm hefur legið á mér eins sog mara, þá eru þau að ýta og hamast og vilja flýta þessu í gegn út af arfinum og líftryggingunni,“ segir Heiða, sem ítrekar kröfur sínar um að hún fái í hendur gögn um söfnunina og sundurliðaðan útfararkostnað, það sé hennar réttur.

Heiða segist afar sár yfir því að systkini hennar þrjú og barnsmóðir Gunnars standi öll gegn Gunnari og vilji að dómur yfir honum verði sem harðastur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi