fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Þórólfur: „Mikill fjöldi innlagna gæti hæglega yfirkeyrt spítalann“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 8. október 2020 11:34

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra sagði mikið álag vera á smitrakningateyminu og sýnatöku víða um land. Myndaðist löng röð á Suðurlandsbrautinni og virðist gæta misskilnings meðal fólks um í hvaða röð eigi að fara. Benti Víðir á að fólk þyrfti að kynna sér þetta vel og athuga að það sé í réttri röð.

Víðir áréttaði enn fremur „leiðbeinandi reglur“ ríkislögreglustjóra. Þær voru kynntar í vikunni og þykja ganga ívið lengra en áður. Tilmælin eru, eins og þau eru orðuð hjá ríkislögreglustjóra:

  • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
  • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
  • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
  • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
  • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
  • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
  • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði svo frá því að 94 hafi greinst innanlands í gær, eins og DV greindi frá fyrr í dag. Þá kom fram að talsvert mörg sýni voru tekin í gær, eða um 3.300. Sagði hann jafnframt að alls hafa um 1.000 greinst frá 15. sept. innanlands og að 850 væru í einangrun. Tæplega 50% af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví og er það svipað hlutfall og undanfarna daga. Allir nema 12 sem greindust eiga lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans að mikið álag væri á Covid göngudeildinni og mjög líklegt að innlögnum muni fjölga. Þannig kom fram í máli Þórólfs að af reynslu hingað til að dæma munu um 5% þeirra sem eru í sóttkví greinast með Covid-19. Ef það hlutfall helst er ljóst að fjölmargir eigi eftir að bætast í hóp skjólstæðinga Covid göngudeildar. Sagði Þórólfur: „Daglegur fjöldi smitaðra hefur verið nokkuð stöðugur og hluti í sóttkví stöðugur. Við viljum ekki að hlutfallið fari hærra. Það sem við óttumst mest er að fá mikinn fjölda inn á spítalann sem eru alvarlega veikir. Það gæti hæglega yfirkeyrt spítalakerfið ef slíkt ástand varir.“

Athygli vakti að misræmi væri á minnisblaði Þórólfs til heilbrigðisráðherra og endanlegri reglugerð ráðherrans. Sagði Þórólfur að misræmið væri ekki mikilvægt, aðalatriðið væri að fólk tæki sig saman um að efla sóttvarnir. „Veiran les ekki minnisblað sóttvarnalæknis eða reglugerðir heilbrigðisráðherra.“

Páll Matthíasson sagði enn fremur að 23 væru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 í dag. Þar af væru 12 konur og 11 karlar. Sex lögðust inn á spítalann í gær og einn var útskrifaður. Í þessari þriðju bylgju hafa 35 lagst inn á sjúkrahús og fylgdi sá fjöldi sambærilegri kúrfu og í var hvað varðar heildarfjölda sjúklinga. Þó eru færri á gjörgæslu en í fyrstu bylgjunni.

Af þeim sem eru í einangrun með virk Covid smit eru 59 með talsverð einkenni og 9 flokkaðir sem „rauðir“ hjá göngudeildinni. Er þá innlögn yfirvofandi. Einhverjir verða þó útskrifaðir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“