fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Íslenskir læknar á meðal þeirra sem krefjast hjarðónæmis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. október 2020 16:12

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 50 Íslendingar hafa skrifað nöfn sín undir alþjóðlegan undirskriftalista þar sem þess er krafist að yfirvöld hverfi frá hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar og stefni frekar að því að ná fram hjarðónæmi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar kemur einnig fram að á meðal Íslendinganna sem skrifa undir eru augnlæknir, lýtalæknir og tannlæknir. Ennfremur er þar að finna þekkta menn úr viðskiptalífinu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að hann teldi ótrúlegt að til væru læknar sem teldu hjarðónæmi vera bestu leiðina. Ef faraldurinn myndi þrefaldast eða fjórfaldast hér á landi yrði heilbrigðiskerfið yfirkeyrt og útkoman yrði hræðileg. Benti Þórólfur ennfremur á að meint hjarðónæmi í Svíþjóð væri orðum aukið því aðeins tíu prósent hefðu myndað ónæmi á verstu svæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga